Meðferð sykursýki tegund 1 með insúlíndælu hjá fullorðnum á Ísland

Katrín Ólöf Böðvarsdóttir, Thor Aspelund, Arna Guðmundsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: The goal of the study was to evaluate the effect and safety of CSII treatment in individuals 18 years and older with type 1 diabetes mellitus in Iceland. Methods: The research is retrospective. We gathered information from patient data of 40 individuals, age 19-57 years who had been treated with CSII in Iceland for 6 months or longer during the period January 2004 until December 2007 . We looked at the effect of the treatment on treatment complications, HbA1c, body mass index (BMI) and insulin requirements compared with multiple daily injections (MDI). Results: HbA1c was lower on CSII but the difference was not significant. Mean initial HbA1c was 7.23 (95% confidence limits 6.29-8.18) for men and 6.93 (95% confidence limits 6.57-7.28) for women. The change in BMI was not significant. Mean initial BMI for men was 25.5 (95% confidence limits 23.6-27.3) and 25.9 (95% confidence limits 23.8-27.9) for women. Insulin requirements were significantly lower at the end of the study for both men and women. Insulin requirements decreased by mean 11.3 units for men (P=0.04) and 12.8 units for women (P=0.0009). There where six episodes of ketoacidosis, four of skin infections and two hypoglycemias that needed doctors attention while using CSII treatment. Conclusion: The experience of CSII treatment in Iceland is good. These results confirm that this treatment is safe and as effective as other treatment forms. Even tough the difference in HbA1c was not significant the result showed that those who had the highest HbA1c at the beginning of CSII treatment did get the best result with the pump and the insulin dosage was lower with CSII than with MDI.
Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna öryggi og árangur meðferðar með insúlíndælu á sykursýki af tegund 1 á Íslandi hjá einstaklingum 18 ára og eldri. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru sjúkragögn 40 einstaklinga á aldrinum 19-57 ára sem fengið hafa insúlíndælu á Íslandi og verið með hana í sex mánuði eða lengur á tímabilinu 2004 til 2007. Athugað var hvaða áhrif meðferðin hafði á fylgikvilla meðferðar, HbA1c, þyngdarstuðul og magn insúlíns notað á dag samanborið við insúlínpennameðferð. Niðurstöður: HbA1c lækkaði að meðaltali hjá bæði körlum og konum en ekki var um marktæka lækkun að ræða. Meðaltími dælumeðferðar var 23 mánuðir (staðalfrávik 12 mánuðir). Meðalupphafsgildi HbA1c hjá körlunum var 7,23 (95% vikmörk 6,29-8,18) og 6,93 (95% vikmörk 6,57-7,28) hjá konunum. Ekki varð marktæk breyting á þyngdarstuðli. Meðalþyngdarstuðull í upphafi var 25,5 (95% vikmörk 23,6-27,3) hjá körlunum og 25,9 (95% vikmörk 23,8-27,9) hjá konunum. Dagleg notkun insúlíns minnkaði marktækt hjá bæði körlum og konum. Minnkunin var að meðaltali 11,3 einingar hjá körlum (P=0,04) og 12,8 einingar hjá konum (P=0,0009). Á þessu fjögurra ára tímabili komu upp í rannsóknarhópnum sex tilvik af ketónblóðsýringu, fjögur tilfelli húðsýkingar og tvö sykurföll sem kröfðust læknisaðstoðar. Ályktanir: Árangur meðferðar með insúlíndælum hér á landi er góður. Þessar niðurstöður staðfesta að meðferðin er örugg og stenst samanburð við önnur meðferðarform. Þrátt fyrir að ekki hafi orðið marktæk lækkun á HbA1c var sýnt fram á að þeir sem höfðu hæst HbA1c í upphafi náðu bestum árangri með meðferðinni og insúlínþörfin var minni.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - May 2011

Other keywords

  • Sykursýki
  • PubMed in Process
  • Diabetes Mellitus, Type 1
  • Insulin Infusion Systems
  • Hypoglycemia
  • Diabetes

Cite this