Matstæki til greiningar á vannæringu aldraðra

Ingibjörg Hjaltadóttir, Anna Edda Ásgeirsdóttir, Borghildur Árnadóttir, Helga Ottósdóttir, Guðbjörg Jóna Hermannsdóttir, Alfons Ramel, Inga Þórsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The aim of this research study was to construct a new and more suitable instrument to assess nutritional status of elderly hospitalized patients. The participants were 60 elderly patients (>65 years old) who were admitted over a six month period at the Division of Geriatric Medicine at the Landspitali University Hospital. They were able to undergo a physical test (height and weight) and they were not suffering from advanced dementia. The sensitivity and specificity of variables was calculated to assess the instruments. Variables that were significantly different between well nourished and malnourished patients or had a strong correlation with a full nutritional assessment were used to construct the equation. The findings show that by using three variables together (body mass index (height and weight), unintended weight loss, and recent surgery) it is possible to construct a sensitive (1,00) and specific (0,78) screening tool. The screening tool is both fast and simple in application and when used with the mandatory RAI assessment it only takes a few minutes to get results.
Tilgangur rannsóknarinnar var að útbúa hentugt skimunartæki til að greina vannæringu hjá öldruðum sem dvelja á sjúkrahúsi. Þátttakendur voru 60 sjúklingar (>65 ára) sem voru lagðir inn á öldrunarsvið Landspítala á sex mánaða tímabili. Þeir voru færir um að gangast undir líffræðilegt mat (hæð og þyngd) og þeir voru ekki með alvarlega heilabilun. Næmi og sértæki breytna voru reiknuð til að meta matstækin. Breytur, sem sýndu marktækan mun á vannærðum og vel nærðum sjúklingum eða höfðu sterka fylgni við fullt mat á næringarástandi, voru notaðar í jöfnu til að spá fyrir um vannæringu. Niðurstöðurnar sýndu að með þremur breytum, sem notaðar eru saman (líkamsþyngdarstuðull (hæð og þyngd), ósjálfrátt þyngdartap og nýleg skurðaðgerð), er hægt að útbúa skimunartæki sem bæði er næmt (1,00) og sértækt (0,78). Matstækið er einfalt og auðvelt í notkun og með því að tengja það við reglulegt RAImat tekur notkun þess aðeins örfáar mínútur.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 1 Dec 2007

Other keywords

 • Næring
 • Aldraðir
 • Mælitæki
 • Heilsufar
 • Skimun
 • Líkamsþyngdarstuðull
 • HJU12
 • Aged
 • Nutritional Status
 • Malnutrition
 • Mass Screening

Cite this