Mat á gulu hjá nýburum

Ása Unnur Bergmann, Þórður Þórkelsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Nýburagula orsakast af auknum styrk gallrauða í blóði nýbura fyrstu dagana eftir fæðingu. Sýnileg gula kemur fram hjá allt að 60% nýbura. Yfirleitt þarf ekki að meðhöndla nýburagulu, en ef styrkur gallrauða í blóði verður of hár getur hann valdið varanlegum skaða á miðtaugakerfi. Mæla má styrk gallrauða í blóði með tvennum hætti; blóðmælingu og húðmælingu. Húðmæling er hentug þar sem hún er sársaukalaus og niðurstaða fæst samstundis. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áreiðanleika blossamæla við mat á styrk gallrauða í blóði nýbura. Húðmæling er framkvæmd með blossamæli. Dräger JM103 blossamælir var notaður í rannsókninni. Efni og aðferðir: Afturskyggn samanburðarrannsókn var gerð á húðmælingum og blóðmælingum á gallrauða hjá nýburum. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám. Upplýsingum um meðgöngu, fæðingu og mælingu gallrauða var safnað. Alls voru 122 börn í rannsókninni. Niðurstöður: Fylgni milli húðgildis og blóðgildis var R2=0.7075. Fylgnin fór minnkandi þegar styrkur gallrauðans fór yfir 250 μmól/L, þannig að blóðgildið var þá oftast hærra en húðgildið. Blossamælirinn vanmetur því styrk gallrauða í blóði sé hann umfram 250 μmól/L. Ályktanir: Við teljum að húðmælingar við mat á nýburagulu hafi ásættanlega fylgni við blóðgildi á gallrauða upp að 250 μmól/L, en við hærri húðgildi sé rétt að taka blóðsýni til staðfestingar. Hugsanlega mætti fækka börnum sem fá alvarlega gulu með því að hvetja ljósmæður til að hafa lágan þröskuld við að blossamæla í heimaþjónustu. Lykilhugtök: Nýburagula, gallrauði, nýburar, blossamælir, húðmæling.
Original languageIcelandic
JournalLjósmæðrablaðið
Publication statusPublished - Jul 2017

Other keywords

  • Nýburagula
  • PED12
  • Jaundice, Neonatal

Cite this