Abstract
Objective: The aim was to assess the validity of a food frequency questionnaire (FFQ). Material and methods: Participants (n=84, aged 36-/+6) filled in a food frequency questionnaire, and the intake of nutrients and food items was estimated. Vitamin-C and beta-carotene blood concentration was measured as well as sodium (Na), potassium (K) and nitrogen (N) excretion in the urine. Correlation between results from the FFQ and biological measurements was assessed. PABA test (para-amino benzoic acid) was used to assess the completeness of the urine collection. Results: There was a correlation between plasma vitamin-C concentration and vitamin-C intake (r=0.294, P=0.008). A correlation was also seen between plasma vitamin-C concentration and intake of tomatoes, cucumber, peppers and green salat (r=0.231, P=0.039), as well as to the total consumption of vegetables (r=0.291, P=0.009). There was no correlation between beta-carotene concentration in the blood and in the diet. However, beta-carotene concentration in the blood correlated with intake of onion, leak, and garlic (r=0.240, P=0.032). There was a strong correlation between all the groups of fruits and vegetables (P<0.001). Potassium intake correlated with potassium excretion (r=0.452, P<0.001), but sodium intake was not associated with sodium excretion. There was no statistical difference between nitrogen intake and total nitrogen excretion in the urine. Conclusion: FFQ developed by the Icelandic Nutrition Council is valid to assess intake of vitamin-C, potassium as well as vegetables. It also gives estimates of protein intake, but should not be used to assess sodium (salt) intake.
Tilgangur: Að rannsaka gildi spurningalista um mataræði fullorðinna einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (n=84, 36±6 ára) fylltu út spurningalista Manneldisráðs Íslands sem ætlað er að kanna mataræði. Spurningalistinn var skannaður og neysla næringarefna og fæðutegunda reiknuð. C-vítamín- og beta-karótínstyrkur var mældur í blóði og magn natríums, kalíums og köfnunarefnis í sólarhringsþvagi. Fylgni milli niðurstaðna frá spurningalista og mælinga á lífefnafræðilegum breytum var könnuð. PABA (para-amino benzoic acid) var notað til að meta hvort þvagsöfnun væri fullnægjandi. Niðurstöður: Fylgni var milli C-vítamínstyrks í blóði og C-vítamín inntöku (r=0,294, P=0,008). Einnig sást fylgni milli C-vítamínstyrks í blóði við neyslu af tómötum, gúrkum, papriku og salati annars vegar (r= 0,231, P=0,039), og heildarneyslu af grænmeti hins vegar (r=0,291, P=0,009). Ekki var fylgni milli beta-karótíns í blóði og beta-karótíninntöku. Hins vegar sást fylgni milli beta-karótíns í blóði og neyslu á lauk, púrru og hvítlauk (r=0,240, P=0,032). Neysla grænmetis og ávaxtaflokkanna var mjög sterkt tengd innbyrðis (P<0,001). Samband var milli kalíuminntöku og útskilnaðar (r=0,452, P<0,001), en ekki milli natríuminntöku og útskilnaðar. Ekki var marktækur munur á köfnunarefnisinntöku (mælikvarði á próteininntöku) og köfnunarefnis útskilnaði. Ályktun: Spurningalisti Manneldisráðs Íslands er góður mælikvarði á C-vítamín og kalíuminntöku og neyslu á grænmeti. Það gefur einnig mynd af próteininntöku, en ætti ekki að nota til að meta inntöku á natríum (salti) í fæðu.
Tilgangur: Að rannsaka gildi spurningalista um mataræði fullorðinna einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (n=84, 36±6 ára) fylltu út spurningalista Manneldisráðs Íslands sem ætlað er að kanna mataræði. Spurningalistinn var skannaður og neysla næringarefna og fæðutegunda reiknuð. C-vítamín- og beta-karótínstyrkur var mældur í blóði og magn natríums, kalíums og köfnunarefnis í sólarhringsþvagi. Fylgni milli niðurstaðna frá spurningalista og mælinga á lífefnafræðilegum breytum var könnuð. PABA (para-amino benzoic acid) var notað til að meta hvort þvagsöfnun væri fullnægjandi. Niðurstöður: Fylgni var milli C-vítamínstyrks í blóði og C-vítamín inntöku (r=0,294, P=0,008). Einnig sást fylgni milli C-vítamínstyrks í blóði við neyslu af tómötum, gúrkum, papriku og salati annars vegar (r= 0,231, P=0,039), og heildarneyslu af grænmeti hins vegar (r=0,291, P=0,009). Ekki var fylgni milli beta-karótíns í blóði og beta-karótíninntöku. Hins vegar sást fylgni milli beta-karótíns í blóði og neyslu á lauk, púrru og hvítlauk (r=0,240, P=0,032). Neysla grænmetis og ávaxtaflokkanna var mjög sterkt tengd innbyrðis (P<0,001). Samband var milli kalíuminntöku og útskilnaðar (r=0,452, P<0,001), en ekki milli natríuminntöku og útskilnaðar. Ekki var marktækur munur á köfnunarefnisinntöku (mælikvarði á próteininntöku) og köfnunarefnis útskilnaði. Ályktun: Spurningalisti Manneldisráðs Íslands er góður mælikvarði á C-vítamín og kalíuminntöku og neyslu á grænmeti. Það gefur einnig mynd af próteininntöku, en ætti ekki að nota til að meta inntöku á natríum (salti) í fæðu.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Jan 2004 |
Other keywords
- Næringarfræði
- Mataræði
- LBL12
- Fræðigreinar
- Nutrition Assessment
- Questionnaires
- Diet
- Food Habits