Mat á alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna með DOCS spurningalistanum

Ragnar P. Ólafsson, Kristín G. Reynisdóttir, Sævar Þ. Sævarsson, Árni Kristjánsson, Daníel Þ. Ólason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Vandasamt getur verið að mæla einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar (obsessive-compulsive disorder) vegna þess hversu margbreytileg svipgerð hennar er. Í þessari grein er nýlegum sjálfsmatsspurningalista, Dimensional Obsessive Compulsive Scale (DOCS) lýst, sem mælir alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna ásamt því að birtar eru niðurstöður rannsóknar á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar þýðingar listans. Þátttakendur í rannsókninni voru nemendur við Háskóla Íslands sem mættu í greiningarviðtal. Samkvæmt formlegu geðgreiningarviðtali voru 32 nemendur með áráttu- og þráhyggjuröskun (auk annarra raskana), 28 með kvíðaröskun og 22 uppfylltu ekki greiningarviðmið fyrir neina skilgreinda röskun. Þátttakendur svöruðu meðal annars öðrum spurningalista um áráttu- og þráhyggjueinkenni ásamt spurningalistum um kvíða-, depurðar-, og streitueinkenni og einkenni félagskvíða. Niðurstöður sýndu að áreiðanleiki heildarskors DOCS var góður í öllum þremur hópunum (0,88-0,89). Heildarstigatala og stigatala á fjórum undirkvörðum listans var hæst í hópi þátttakenda með áráttu- og þráhyggjuröskun og var þessi munur marktækur. Einnig reyndist samleitni- og aðgreinandi réttmæti DOCS viðunandi þar sem DOCS hafði sterkari fylgni við niðurstöðu á öðrum spurningalista fyrir áráttu- og þráhyggjueinkenni (OCI-R) heldur en spurningalista um kvíða, depurð, streitu (DASS) og félagskvíða (SPS, SIAS). Niðurstöðurnar renna stoðum undir réttmæti íslenskrar gerðar DOCS. Listinn getur gagnast í greiningu og meðferð áráttuog þráhyggjueinkenna hér á landi.
Obsessive-compulsive disorder (OCD) has a heterogeneous symptom presentation that can make assessment difficult. In this article we describe a new self-report instrument for assessing severity of OCD symptoms, the Dimensional Obsessive Compulsive Scale (DOCS), and present results on the psychometric properties of the Icelandic translation of the questionnaire. Participants were 82 university students that filled out the DOCS and other questionnaires measuring OCD symptoms and symptoms of anxiety, depression, stress and social phobia. All participants underwent a semi-structured assessment interview for psychiatric disorders, where 32 were diagnosed with OCD (OCDG), 28 with at least one anxiety disorder (ADG), and 22 did not meet diagnostic criteria for any psychiatric disorder (CG). Internal consistency of the DOCS total score was good in all three participants groups. The OCDG scored significantly higher on the DOCS and its subscales compared to ADG and CG. Convergent and divergent validity of the Icelandic version of the DOCS was supported by stronger correlation with other measures of OCD symptoms (the OCI-R, r=0.80) compared to measures of negative affectivity and symptoms of social phobia (r ranged from 0.12 to 0.38). Results indicate that the Icelandic version of the DOCS has good psychometric properties in clinical samples. The DOCS can be a useful instrument to assess severity of OCD symptoms in clinical settings in Iceland.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2016

Other keywords

  • Áráttu- og þráhyggjuröskun
  • Sjúkdómseinkenni
  • Spurningalistar
  • Matstækni
  • Gerð prófa
  • Obsessive-Compulsive Disorder/diagnosis
  • Psychological Tests
  • Psychometrics
  • Self Report

Cite this