Mat á þroska og líðan barna: Kvíði og tilfinningavandi

Örnólfur Thorlacius, Einar Guðmundsson, Þorvaldur Kristjánsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Við mat og greiningu á geðrænum vanda barna er áhersla á frávik í hegðun og líðan þeirra. Hér er annarri nálgun beitt og líðan barna metin með atriðum um eðlilegan þroska. Greint er frá niðurstöðum í þremur sjálfstæðum úrtökum. Í fyrsta gagnasafninu (n = 91) var 73 atriða frumsaminn listi um tilfinninga- og félagsþroska atriðagreindur í úrtaki mæðra 6 til 10 ára barna. Samtals stóðust 31 atriði viðmið í atriðagreiningunni. Þessi atriði mynda þrjá þætti: Skaplyndi, Framfærni og Geðstilling. Ný atriði voru samin til að styrkja inntak þáttanna og var listinn atriðagreindur í öðru úrtaki mæðra 6 til 12 ára barna (n = 191). Sömu þættir komu fram og áður. Ný atriði voru samin til að mynda nýjan þátt og var listinn lagður fyrir í úrtaki mæðra barna á aldrinum 6 til 12 ára (n = 107). Þættirnir þrír komu fram eins og áður og einn þáttur að auki, Skýringarstíll. Áreiðanleiki þátta listans í úrtökunum þremur var á bilinu 0,90 – 0,96 og fylgni milli þáttanna var á bilinu 0,08 – 0,52. Allir þættir nálgast normaldreifingu og stígandi kom fram eftir aldri í heildartölum tveggja þátta (Skaplyndi og Geðstilling). Athuganir á viðmiðsréttmæti leiddu í ljós neikvæð tengsl tveggja þáttanna (Skaplyndi og Geðstilling) við undirkvarða úr atferlislista Conners (Kvíðifeimni). Almennt benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að kvíði barna tengist mikilvægum þáttum á sviði tilfinninga- og félagsþroska og að meta megi kvíða hjá börnum á samfelldum og normaldreifðum matskvarða. ---------------------------------------------------------------------------------------- The assessment and diagnosis of children’s mental disorders is generally focused on pathology. An alternative approach is presented here, wherein children’s mental health problems are assessed by items pertaining to normal emotional development. Item analyses on three independent datasets are reported. The first dataset (n = 91) included 73 items covering socio-emotional development in a sample of mothers of 6 to 10 year old children. Thirty-one items met criteria for item analysis. Factor analysis revealed a three-factor structure: Temperament, Social assertiveness and Anxiety control. New items were constructed to strengthen the factor structure. Item analysis in a sample of mothers of 6 to 12 year old children (n = 191) revealed the same three factors. In the last dataset (n = 107), based on a sample of mothers of 6 to 12 year old children, the three-factor structure emerged again. Furthermore, item development yielded a new factor: Attributional style. Overall, the reliability of the factors were from .90 to .96. Factor intercorrelations ranged from .08 to .52. All factors were approximately normally distributed. Two factors showed age-based increases in total scores (Temperament and Anxiety control). Strong correlations were found between the Anxious-Shy factor on the Conner’s Parent Rating Scale-Revised (CPRS-R) and two of the aforementioned factors (Temperament and Anxiety control). The results indicate that anxiety problems in children are associated with important factors in socio-emotional development and that child anxiety can be assessed on a continuous normally distributed scale.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2013

Other keywords

  • Kvíðaviðbrögð
  • Félagsþroski
  • Tilfinningar
  • Skapgerð
  • Þroski
  • Anxiety Disorders
  • Temperament

Cite this