Mannfjöldaþróun á Íslandi

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingChapter

Abstract

Síðustu öldina hefur mannfjöldaþróun á Íslandi einkennst af mikilli fólksfjölgun og hröðum vexti höfuðborgarsvæðisins. Fólki hefur einnig fjölgað jafnt
og þétt utan höfuðborgarsvæðisins og hafa aldrei ϱeiri búið í landsbyggðunum
en nú um stundir. Þróunin er misjöfn milli landshluta og tegunda byggðarlaga
en mikil þéttbýlisvæðing hefur orðið í öllum landshlutum. Byggðakjarnar á
áhrifasvæði höfuðborgarinnar á suðvestursvæðinu hafa vaxið sérstaklega hratt
á síðari árum. Á Norðurlandi hefur vöxtur Akureyrar verið jafn og þéttur frá
lokum 19. aldar og telja íbúar Akureyrar nú ríϱega helming allra íbúa Norðurlands frá HrútaϮrði í vestri að BakkaϮrði í austri. Þróun annarra byggðakjarna
hefur verið misjöfn og hafa sumir þeirra vaxið hratt en aðrir staðið í stað eða
glímt við langvarandi fólksfækkun. Á 20. öldinni skýrðist þessi þróun annars
vegar af mikilli frjósemi þjóðarinnar og ϱutningum innanlands. Enda þótt mun
ϱeiri hefðu ϱutt frá landsbyggðunum til höfuðborgarsvæðisins en frá borginni
út á land fæddust ϱeiri börn um land allt en sem nam brottϱutningum í ϱestum
landshlutum. Á fyrstu áratugum 21. aldar hefur dregið mjög úr fæðingartíðni
íslenskra kvenna en aukinn aðϱutningur fólks frá öðrum löndum og breytingar
á ϱutningsmynstri innanlands hafa leitt til þess að fólki hefur fjölgað í nánast
öllum byggðarlögum landsins.
Original languageIcelandic
Title of host publicationByggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi
EditorsÞóroddur Bjarnason
Place of PublicationReykjavík
PublisherHáskólaútgáfan
Chapter2
Pages23-53
Number of pages31
ISBN (Print)978-9935-23-285-4
Publication statusPublished - 2022

Cite this