Magakrabbamein í Íslendingum 1955-1984 : afturskyggn rannsókn á meingerð og staðsetningu æxla í mögum teknum með skurðaðgerð

Lárus Jónasson, Jónas Hallgrímsson, Helgi Sigvaldason, Guðríður Ólafsdóttir, Hrafn Tulinius

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

During the last decades the frequency of stomach cancer has declined among populations both at high-risk and at low-risk. The decline has been greater among populations at high-risk, including the Icelanders. Results of foreign investigations have shown that the decline has mostly been in one (the intestinal) of the two principal histological types of tumour (intestinal, diffuse) but that type has been considered to be mainly influenced by environmental factors. The purpose of our investigation was to determine the histological types and anatomical locations of carcinomas in resected stomachs during the period 1955-1984. The material derived from the Icelandic Cancer Registry and from the Department of Pathology at the University of Iceland. The final number of tumours under investigation was 1018. The histological slides were reviewed and the tumours classified according to the Lauren classification. The anatomical location was determined from the histological request forms and/or from the pathological reports. The decline in frequency of stomach cancers resected was mainly due to intestinal tumours. Among males the decrease in frequency of diffuse tumours, much fewer by number, was proportional to that of intestinal tumours but among females the decrease was only in intestinal tumours and diffuse tumours remained relatively unchanged. The frequency of tumours in the cardia region among males increased during the period while it decreased in the other gastric regions. The increase in the cardia region was all due to intestinal tumours among males. Tumours in the cardia region among females were few and all were of the intestinal type. Geographical variations in frequency and relative distribution of intestinal and diffuse types of stomach cancer has been considered to be due to differences in causal factors. Some of our findings do not conform to that theory. Variations in mucosal response to the same agents may explain these discrepancies. Mucosal inflammation and sex of the patient may lead to different responses and thus to different types of tumours. The relative death risk for stomach cancer patients increased with age. The relative death risk among those with tumours in the cardia region was 56 per cent higher than that among those with tumours in the other gastric regions. Overall survival increased during the observation period by 37%.
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna meingerð og staðsetningu magakrabbameina í mögum sem teknir voru með skurðaðgerð á Íslandi á tímabilinu 1955-1984. Þessi efniviður þykir áreiðanlegri til mats á vefjagerð og staðsetningu æxlis en efniviður fenginn við krufningu og magaspeglun. Efniviður var fenginn úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands og frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Gengust 1034 Íslendingar undir skurðaðgerð með brottnámi magans vegna magakrabbameins á rannsóknartímabilinu. Vefjasýni úr þeim voru endurmetin með smásjárskoðun og æxlunum skipt í tvær meingerðir, annars vegar garnafrumukrabbamein (carcinoma intestinale) og hins vegar dreifkrabbamein (carcinoma diffusion). Endanlegur fjöldi æxla til rannsóknar var 1018. Lækkun tíðni magakrabbameina teknum með skurðaðgerð var meiri vegna fækkunar garnafrumukrabbameina en dreifkrabbameina. Hjá körlum lækkaði tíðni dreifkrabbameina hlutfallslega jafn mikið og garnafrumukrabbameina, en hjá konum lækkaði eingöngu tíðni garnafrumukrabbameina. Tíðni æxla í nærhluta magans (cardia) hjá körlum jókst á síðari hluta rannsóknartímabilsins á meðan hún lækkaði stöðugt á öðrum svæðum magans. Aukningin í nærhluta var öll vegna garnafrumukrabbameina hjá báðum kynjum. Æxli í nærhluta hjá konum voru fá og öll af garnafrumugerð. Dánarlíkur sjúklinga með magakrabbamein jukust með hækkandi aldri. Dánarlíkur vegna æxla í nærhluta magans voru 56% hærri en vegna æxla á öðrum svæðum magans. Lifun sjúklinga eftir magaskurðaðgerð batnaði um 37% á rannsóknartímabilinu. Þótt mismunandi tíðni og útbreiðsla garnafrumukrabbameina «og dreifkrabbameina í maga haíi almennt verið talin benda til ólíkra orsaka er ýmislegt í okkar niðurstöðum sem samræmist ekki þeirri skoðun. Hugsanlega er aðeins um að ræða mismunandi viðbrögð magaslímhúðar við sömu áreitum. Slímhúðarbólga og kyn kunna að leiða til ólíkra viðbragða og þannig til mismunandi meingerða æxla. Síðustu áratugi hefur nýgengi magakrabbameins lækkað stöðugt bæði hjá þjóðum með hátt og með lágt nýgengi. Lækkunin hefur verið töluvert meiri hjá þjóðum með hátt nýgengi og þar á meðal hjá Íslendingum. Niðurstöður erlendra rannsókna og nýlega birtrar íslenskrar rannsóknar á óvöldum efniviði hafa sýnt að þessa lækkun á nýgengi megi heist rekja til fækkunar á garnafrumukrabbameinum og síður til fækkunar dreifkrabbameina. Sama niðurstaða hefur orðið úr þessari rannsókn sem gerð var á sérstaklega völdum efniviði.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1992

Other keywords

  • Magakrabbamein
  • Nýgengi
  • Stomach Neoplasms
  • Iceland/epidemiology
  • Incidence

Cite this