Mönnun í lækningum á Íslandi [ritstjórnargrein]

María Heimisdóttir

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Í þessu tölublaði birtist grein þeirra Tómasar Guðbjartssonar, Höllu Viðarsdóttur og Sveins Magnússonar um framboð á skurðlæknum á Íslandi næstu áratugi. Það er ánægjulegt að sjá slíka umfjöllun í Læknablaðinu og vonandi sýna fleiri málefninu áhuga. Síðustu fimm ár hefur undirrituð verið fulltrúi Læknafélags Íslands í sameiginlegum starfshópi norrænu læknafélaganna um framboð og eftirspurn eftir sérfræðilæknum á Norðurlöndum (Samnordisk arbetsgrupp for prognos- och specialistutbildning, SNAPS). Þessi hópur hefur þróað einfalda aðferðafræði við að meta framboð og eftirspurn eftir sérfræðilæknum og hafa niðurstöður þess mats verið gefnar út reglulega. Tómas og félagar byggja á svipaðri nálgun. Þó svo SNAPS-aðferðin sé einföld, þjónar hún sem ákveðinn grunnur slíkra rannsókna og skapar möguleika til að bera saman niðurstöður ólíkra hópa. Líkan SNAPS nýtir upplýsingar um fjölda útskrifaðra lækna, hlutfall lækna sem snúa heim að loknu námi, auk lýðfræðilegra gagna um lækna, til að meta framboð næstu 20-25 ár. Spá um eftirspurn byggist á núverandi eftirspurn sem er framreiknuð með mannfjöldaspá eða efnahagsspá. Líkanið tekur ekki tillit til aldurs- og sjúkdómadreifingar þjóða né ýmissa annarra þátta sem áhrif hafa á eftirspurn.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Oct 2010

Other keywords

  • Læknar
  • Atvinnumál
  • Physicians
  • Health Manpower

Cite this