Mótefni gegn Cag-A mótefnavaka og öðrum yfirborðspróteinum Helicobacter pylori í íslenskum sjúklingum með skeifugarnarsár

Ari Konráðsson, Leif Percival Andersen, Einar Oddsson, Hallgrímur Guðjónsson, Bjarni Þjóðleifsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: The prevalence of Helicobacter pylori infection and related gastric diseases is rapidly changing in western societies. H. pylori has been associated with gastritis, gastric and duodenal ulcer and gastric cancer. This association applies in particular to H. pylori strains which are Cag-A positive. H. pylori is naturally disappearing from western populations in particular Cag-A positive strains which are selectively eradicated due to their association with peptic ulcer. The aim of the study was to assess the prevalence of H. pylori in duodenal ulcer disease and its Cag-A status before the eradication of H. pylori was routinely applied. Material and methods: Antibodies for H. pylori and Cag-A were investigated by Western blot method in serum samples from 62 patients with duodenal ulcer. The samples were collected during the period 1993-1996 and should represent the Cag-A prevalence before it was changed by active eradication. No subject had received H. pylori eradication before the study. Results: Of the 62 samples 54 (87.1%) were positive for H. pylori specific antigen and of the 54 positive samples 53 (98.1%) were positive for Cag-A. Conclusion: H. pylori strains associated with duodenal ulcer in Iceland were predominantly (98.1%) Cag-A positive.
Tilgangur: Algengi H. pylori sýkingar og tengdra magasjúkdóma breytist hratt í vestrænum löndum. H. pylori sýking hefur verið tengd við magabólgur, sár í skeifugörn og maga og magakrabbamein. Þessi tengsl eru sérlega sterk fyrir þá stofna af H. pylori sem eru Cag-A jákvæðir. H. pylori er að hverfa af náttúrulegum ástæðum meðal vestrænna þjóða, sérstaklega Cag-A jákvæðir stofnir sem er útrýmt umfram aðra stofna vegna tengsla þeirra við sárasjúkdóm. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi H. pylori sýkingar og Cag-A stofna hjá sjúklingum með skeifugarnarsár áður en uppræting á H. pylori var almennt útfærð á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Mótefni fyrir H. pylori og Cag-A voru skoðaðir með Western blot aðferð í serum sýnum frá 62 sjúklingum með skeifugarnasár. Sýnunum var safnað á tímabilinu 1993-96 og ættu að sýna algengi Cag-A áður en virkri upprætingu á H. pylori var beitt að fullu. Enginn sjúklinganna hafði fengið upprætingarmeðferð gegn H. pylori áður en sýnin voru tekin. Niðurstöður: Af 62 sýnum voru 54 (87.1%) jákvæð fyrir H. pylori sértækum mótefnavökum og af þessum jákvæðu sýnum voru 53 (98,1%) jákvæð fyrir Cag-A. Ályktanir: H. pylori stofnar sem tengjast skeifugarnasárum á Íslandi eru yfirgnæfandi (98,1%) Cag-A jákvæðir.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jul 2003

Other keywords

  • Meltingarfærasjúkdómar
  • Skeifugarnarsár
  • Magasár
  • LBL12
  • Helicobacter pylori
  • cagA protein, Helicobacter pylori
  • Duodenal Diseases
  • Ulcer

Cite this