Mænurótardeyfing í fæðingu

Birna Ólafsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í verklegu námi mínu í ljósmóðurfræði, varð ég fljótt vör við að margar barnshafandi konur höfðu áhuga á að nýta sér mænurótardeyfingu í fæðingu barna sinna. Þetta kom mér mjög á óvart, því mér fannst deyfingin oft trufla gang eðlilegra fæðinga. Eftir því sem leið á námið, jókst áhugi minn á því að afla mér þekkingar á þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á notkun deyfingarinnar og því ákvað ég að gera lokaritgerð um hana. Tilgangur með vali mínu á verkefninu var jafnframt að hvetja ljósmæður til að veita samræmdar upplýsingar um mænurótardeyfingu til barnshafandi kvenna þannig að mögulegt væri að draga úr notkun hennar í eðlilegum fæðingum í þeim tilgangi að fjölga eðlilegum fæðingum. Í þessari grein er fjallað um áhrif mænurótardeyfingar í fæðingu og skoðuð áhrif hennar á áhalda- og keisarafæðingar. Einnig er fjallað um áhrif deyfingarinnar á móður, barn og tengslamyndun eftir fæðingu. Í lokin er rætt um hlutverk heilbrigðisstarfsfólks í fræðslu um deyfinguna til barnshafandi kvenna. Greinin er að hluta byggð á lokaritgerð minni, árið 2001.
Original languageIcelandic
JournalLjósmæðrablaðið
Publication statusPublished - 1 Nov 2005

Other keywords

  • Fæðing
  • Meðganga
  • Deyfingar
  • LJO12
  • Fræðigreinar
  • Female
  • Anesthesia, Spinal
  • Pregnancy
  • Analgesia, Epidural
  • Mænudeyfingar

Cite this