Mælingar á magni alnæmisveiru í plasma HIV smitaðra á Íslandi

Gunnar Gunnarsson, Barbara M. Stanzeit, Haraldur Briem, Hugrún Ríkarðsdóttir, Már Kristjánsson, Sigurður Guðmundsson, Sigurður B. Þorsteinsson, Arthur Löve

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: First to measure plasma HIV-1 RNA in Icelandic HIV infected individuals and second to evaluate the initial effects of new combination regimens on viral load and CD4+ cell counts in HIV infected patients in Iceland. Material and methods: The cohort studied consis¬ted of all HIV infected individuals we received samples from during the period September 1995 to November 1996. HIV-1 RNA and CD4+ cells were measured initially and subsequently every three to six months except when a change was made in the antiretroviral regimen, when samples were measured before the change, three to four weeks later and then every three to six months. The quantitative measurement of viral RNA was performed using the Amplicor HIV Monitor™ Test (Roche Diagnostic Sys¬tems). CD4+ cell counts were measured by flow cytometry. Results: A total of 44 patients were evaluated. The initial RNA ranged from < 2.6 logio to 6.13 logio with a mean of 5.02 log. CD4+ cell counts ranged from 2 to 641 per mm3 (mean 230 cells/mm3). Eleven patients had never been treated with antiretroviral drugs and had greater than 10 000 viral copies per mL of plasma. Twenty five of the patients were evaluated following a change in or initiation of a new treatment. The initial change in treatment led to a +0.7 to -2.88 log change in plasma RNA (mean -0.9 log) and a mean of 6.9 cells per mm3 increase in CD4+ cells. Saquinavir was added to two reverse transcriptase (RT) inhibitors in 11 patients with a resulting mean of 0.23 log fall in RNA levels (range +0.70 log to -0.78 log). Saquinavir plus one RT inhibitor were added to one RT inhibitor in six patients with a subsequent mean of 0.65 log reduction in viral load (range +0.24 to -2.26 log). Saquinavir plus two RT inhibitors were given to four antiretroviral naive patients with a resulting mean of 2.37 log reduction in viral load (range -1.8 log to -2.67 log). Conclusions: 1. In a mixed cohort of RT inhibitor naive and treated patients, the viral RNA ranged throughout the range of the RNA assay. 2. Changes in viral load following changes in treatment were quite variable. 3. Saquinavir alone added to two RT inhibitors did not lead to a significant reduction in viral load. 4. In antiretroviral naive patients the viral load was reduced 100 fold following treatment with saquinavir and two RT inhibitors.
Markmið: Annars vegar að mæla HIV-1 (human immunodeficiency virus) RNA í plasma HIV sýktra einstaklinga á Íslandi og hins vegar að meta áhrif nýrra lyfjasamsetninga á magn veiru í plasma og fjölda CD4+ frumna í blóði. Aðferðir: Fylgst var með öllum HIV sýktum einstaklingum sem sýni bárust frá á tímabilinu September 1995 til nóvember 1996. Blóð var dregið til mælinga á RNA í plasma og oftast einnig talningar á CD4+ frumum á þriggja til sex mánaða fresti nema þegar lyfjameðferð var breytt, en þá voru sýni mæld fyrir breytingu, þremur til fjórum vikum síðar og á þriggja til sex mánaða fresti í kjölfarið. Magn veiru í plasma var ákvarðað með Amplicor HIV Monitor™ prófi frá Roche. Fjöldi CD4+ frumna var greindur með flúrljómandi mótefnamerkingu og talningu í flæðifrumusjá. Niðurstöður: Fylgst var með 44 sjúklingum. Upphafsgildi RNA var frá 2,6 logio til 6,13 logio; að meðaltali 5,02 log. Fjöldi CD4+ frumna var á bilinu 2-641 fruma/mm3; að meðaltali 230 frumur/mm3. Ellefu einstaklingar höfðu ekki verið meðhöndlaðir með HIV bælandi lyfjum og greindust með fleiri en 10.000 veirueintök í mL plasma. Meðferð var breytt hjá 25 sjúklingum. Breyting veirumagns hjá öllum hópnum fyrir og eftir meðferð var allt frá 0,7 log aukningu (+0,7 log) niður í 2,88 log lækkun (-2,88), sem er að meðaltali minnkun um 0,9 log. Breyting á fjölda CD4+ frumna spannaði fækkun um 195 frumur/mm3 í aukn¬ingu um 143 frumur/mm3. Meðaltalið var aukn-ing um 6,9 frumur/mm3. Hjá 11 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með tveimur bakritahemlum var sakvínavír, próteasahemli, bætt við meðferðina. Breyting á veirumagni spann-aði frá +0,7 til -0,78 log og meðaltalið var -0,23 log. Sex sjúklingar voru meðhöndlaðir með einum bakritahemli. Sakvínavír og öðrum bakritahemli var bætt við þá meðferð. Breyting veirumagns var frá +0,24 log í -2,26 log; meðaltal -0,65 log. Fjórir einstaklingar höfðu ekki verið meðhöndlaðir áður. Hafin var meðferð með tveimur bakritahemlum og sakvínavír. Magn veiru lækkaði frá -1,8 til -2,67 log; meðaltalið var -2,37 log. Ályktanir: 1. RNA gildi HIV sýktra spönnuðu allt svið mælingaraðferðarinnar. 2. Breytingar veirumagns í kjölfar breytinga á meðferð voru töluvert einstaklingsbundnar. 3. Ekki mældist marktæk lækkun veiru þegar sakvínavír einu sér var bætt við tvo bakritahemla. 4. Veirumagn í blóði sjúklinga sem ekki höfðu fengið meðferð áður lækkaði að meðaltali rúmlega hundraðfalt í kjölfar meðferðar með sakvínavír og tveimur bakritahemlum.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jun 1998

Other keywords

  • Alnæmi
  • Lyfjameðferð
  • HIV Infections
  • HIV-1
  • Anti-HIV Agents
  • Iceland

Cite this