Abstract
Inngangur Lyme-sjúkdómur stafar af sýkingu með Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) og smitast með biti Ixodes mítla. Sjúkdómurinn hefur ekki verið talinn landlægur á Íslandi og aldrei hefur verið lýst tilfelli af innlendum uppruna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Lyme-sjúkdómi hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði Lyme-sjúkdóms á Íslandi með sérstakri áherslu á það hvort innlent smit hafi átt sér stað. Efniviður og aðferðir Rannsóknin náði til allra einstaklinga á Íslandi sem áttu mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. eða höfðu fengið greininguna Lyme-sjúkdómur (ICD-10, A69.2) á Landspítala á árunum 2011-2015. Klínískum upplýsingum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá og gagnagrunni sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. Niðurstöður 501 einstaklingur átti mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. á rannsóknartímabilinu og 11 einstaklingar voru greindir með Lyme- -sjúkdóm á klínískum forsendum eingöngu. 33 einstaklingar uppfylltu greiningarskilmerki fyrir staðfestu tilfelli af Lyme-sjúkdómi. 32 (97%) einstaklingar voru með erythema migrans og einn (3%) einstaklingur var með Lyme-sjúkdóm í taugakerfi. Að meðaltali greindust 6,6 tilfelli á ári (tvö tilfelli á 100.000 íbúa/ári) og áttu öll tilfellin sér erlendan uppruna. Ályktanir Lyme-sjúkdómur er sjaldgæfur á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali 6-7 tilfelli af sjúkdómnum hérlendis og er fyrst og fremst um að ræða staðbundnar sýkingar með erythema migrans útbrotum. Ekki fannst neitt tilfelli sem hægt er að segja að eigi sér innlendan uppruna og virðist tilfellum af sjúkdómnum ekki hafa farið fjölgandi seinustu árin
INTRODUCTION: Lyme disease is caused by an infection with Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) which is carried by Ixodes ticks. The disease has not been considered to be endemic in Iceland and no cases of Icelandic origin have been published. The epidemiology of Lyme disease in Iceland has never been studied. The objective of this study was to provide basic epidemiological information about Lyme disease in Iceland.
MATERIAL AND METHODS: Included in the study were all pa--tients who had a measurement of serum antibodies against B. burgdorferi sl. or were diagnosed with Lyme disease (ICD-10, A69.2) at Landspítali University Hospital in Iceland from 2011-2015. Clinical data regarding these patients was retrospectively collected from medical records and the database of the Department of clinical microbiology at Landspítali University Hospital.
RESULTS: 501 patient had a measurement of serum antibodies against B. burgdorferi sl. and 11 patients were clinically diag-nosed with Lyme disease during the study period. 33 patients fulfilled criteria for a confirmed diagnosis of Lyme disease. 32 (97%) patients had erythema migrans and one (3%) patient had neuroborreliosis. An average of 6.6 cases were diagnosed a year (two cases per 100,000 persons/year). All cases originated abroad.
CONCLUSIONS: Lyme disease is rare in Iceland. On average around 6 to 7 cases are diagnosed every year, primarily localised infec-tions presenting as erythema migrans. None of the cases had a definitive Icelandic origin and the yearly number of cases has not been increasing.
Translated title of the contribution | Lyme disease in Iceland - Epidemiology from 2011 to 2015 |
---|---|
Original language | Icelandic |
Pages (from-to) | 63-70 |
Number of pages | 8 |
Journal | Læknablaðið |
Volume | 105 |
Issue number | 2 |
DOIs | |
Publication status | Published - Feb 2019 |
Other keywords
- Lyme Disease