Loanwords and native words in Old and Middle Icelandic (12th c.-1550)

Matteo Tarsi

Research output: Types of ThesisPh.D. Thesis

Abstract

This thesis addresses the coexistence and interplay of loanwords and their corresponding endogenous synonyms during the Old and Middle Icelandic period (12th c.–1550), i.e. in a period with no ideologically rooted nor overtly expressed language purism. The purist ideology is first apparent in Iceland in the activities and writings of Bishop Guðbrandur Þorláksson (1542–1627) and of Arngrímur Jónsson the Learned (1568–1648). This study is thus devoted to understanding the dynamics which underlie the retention of inherited lexemes and the creation of new lexical items, whether by the generation of new words (structural calques and neoformations) or by the semantic extension of lexemes through external influence (semantic calques), in contrast with the acquisition of loanwords. The analysis in the present work encompasses all the prosa genres produced during the historical period under scrutiny: religious literature, law texts and charters, treatises, historiography, saga literature (hagiography, family sagas, kings’ sagas, chivalric sagas, legendary sagas). The selection of texts for each genre is balanced with respect to period of production, length and textual transmission. The analysis was carried out according to the following lines of research: 1) With reference to texts and manuscripts a) Intertypological analysis: To investigate whether, and to what extent, different text typologies differ in showing the phenomenon under research. b) Intrastemmatic analysis: To investigate whether different witnesses of a given text differ in the use of loanwords and endogenous words in a specific locus. 2) Typological analysis a) To classify single word pairs according to their semantic field. b) To classify the native words according to their typology (semantic calque, structural calque, neoformation, inherited word), and when possible to identify the foreign source of semantic and structural calques. c) To evaluate single loanwords according to their borrowing typology (necessity vs. prestige loans). 3) Etymology/Word history a) To investigate and sometimes correct, when appropriate, older etymologies of loanwords.b) To determine whether a given endogenous word was created after the corresponding loanword had entered the lexicon, or vice versa, i.e. whether an endogenous word already existed before the acquisition of the loanword. The research upon which this dissertation is based demonstrates that the coexistence and competition of loanwords and respective native synonyms manifests itself in four ways: 1) intrastemmatically, i.e. in the same locus in different MSS; 2) as simple alternation in different loci of the same text; 3) as explicative insertions, whose simplest structure is x þat er y, where x is the loanword and y its native synonym; 4) as synonymic dittologies, where loanword and native synonym are paired by means of a coordinative or explanatory conjunction. In addition, this study establishes the fact that the distribution of word pairs (loanword–native word) in the different genres investigated shows a well-marked difference between two groups of texts, namely religious texts and treatises on one hand and all other genres on the other. This disparity is interpreted to be directly proportional to the semantic specificity of each textual typology: the higher the number of terms specific to a given textual typology, the higher the number of word pairs shown in that typology and vice versa. Another major finding of the present research is that there exists a relationship between loanwords and native words which corresponds directly to their lexical chronology. In general, except for a few specific unusual cases, necessity borrowings cannot correspond to inherited lexemes which have the same meaning and precede the borrowing in the lexicon. Conversely, inherited words commonly acquire new meanings owing to the influence exerted by a loanword (semantic calques). A prestige borrowing is less likely to have a structural or semantic calque as a native counterpart. The four lexical strategies for endogenous terms (semantic and structural calques, neoformations, inherited terms), though consistently present during the whole investigated period, appear to be distributed differently in different centuries. Notably, the scant number of neoformations found with reference to loanwords in works composed before the twelfth century may indicate that this strategy was less productive in that period. However, this result may be skewed by the paucity of early data and by the lack of variety in textual typologies within that data. Finally, with reference to the coexistence and competition of loanwords and endogenous words after 1550, the conclusions presented here align with the expected outcome, i.e. that after 1550, under the influence of linguistic purism, most of the loanwords analyzed here disappeared, supplanted by their native synonyms. In an appreciable number of cases, both words continue to exist in the lexicon, although sometimes one word expresses a narrower meaning than the other. In other cases, neither word appears to be attested in Icelandic after 1550.
Ritgerð þessi fjallar um sambýli og samkeppni tökuorða og innlendra samheita þeirra í forn- og miðíslensku (12. öld–1550) en á þeim tíma var málhreinsunarstefna enn ekki komin til sögunnar. Íslenska málhreinsunarstefnan leit dagsins ljós upp úr siðaskiptum og er hana þegar að finna í verkum siðaskiptafrömuða á borð við Guðbrand Þorláksson (1542–1627) og Arngrím Jónsson lærða (1568– 1648), sem kynnti hana til sögunnar í ritinu Crymogæu árið 1609. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að öðlast betri skilning á því hvernig sambandi þessara tveggja orðategunda, tökuorða og innlendra orða, er háttað og jafnframt að leitast við að skýra þá krafta sem liggja sambýli og samkeppni þeirra til grundvallar. Greiningin beinist einvörðungu að prósa-textum og þá að öllum mismunandi textategundum innan íslenskra bókmennta í lausu máli sem höfðu verið festar á blað á þeim tíma sem rannsóknin tekur til. Við textaval hefur verið tekið tillit til eftirfarandi atriða, svo að textasafnið yrði sem jafnast: 1) að ritunartími mismunandi texta innan ákveðinnar textategundar væri sem fjölbreyttastur; 2) að handritageymd mismunandi texta væri sem fjölbreyttust, einkum innan ákveðinnar textategundar. Greiningin skiptist í þrjá meginþætti: 1) Handrita- og textafræði a) Textafræðileg greining segir til um hvort og hvernig orðin skiptast á í tilteknum texta sem og í mismunandi textategundum. b) Handritafræðileg greining varðar dreifingu tökuorða og innlendra orða á samsvarandi lesstöðum í mismunandi handritum sama texta. 2) Týpólógísk greining a) Merkingarfræðileg greining. b) Flokkun innlendra orða: tökuþýðingar, tökumerkingar, innlend nýgerð orð, erfðaorð. c) Flokkun tökuorða: nauðsynjatökuorð og virðingartökuorð. 3) Orðsifjafræði/saga orðanna a) Athugun á tökuferli sumra orða, teljist það nauðsynlegt til samanburðar við íslenskar orðsifjabækur (AeW, IeW, ÍOb). b) Athugun á því hvort það er tökuorðið eða innlenda orðið sem hefur fyrst litið dagsins ljós í orðaforðanum. Tökuorð og innlend orð (orðapör) geta birst á fjóra vegu: 1) innan handritavarðveislu, þ.e. á samsvarandi lesstað í mismunandi handritum sama verks; 2) sem einföld víxl á mismunandi lesstöðum sama texta; 3) sem skýringarinnskot (t.d. x þat er y, þar sem x er tökuorð og y innlent orð); 4) sem samheitatvennur, þar sem tökuorð og innlend orð eru pöruð saman með samtengingunum ok/og eða eður/eða. Dreifing orðapara í mismunandi textategundum bendir til þess að um tvo flokka sé að ræða. Fyrri flokkinn mynda trúarlegir textar og textar með fræðilegu ívafi. Í síðari flokknum eru hins vegar allar hinar textategundirnar, en þær má skilgreina sem laga- og sagnaritun. Út frá merkingarfræðilegu sjónarhorni sést að í fyrri flokknum tilheyra margar orðaparategundir merkingarsviðum sem má segja að séu einkennandi fyrir viðkomandi textategund. Í þeim textategundum þar sem orðapörin koma sjaldnast fyrir eru merkingarsvið orðaparanna að litlu leyti eða alls ekki einkennandi fyrir viðkomandi textategund. Þar að auki eru orðapörin sem birtast í þessum orðaparafátækari tegundum oft mjög algeng, eða þau er a.m.k. að finna í fleiri textategundum. Af þessu leiðir að það er samband milli textategundar og merkingarfræði: mörg orðapör samsvara háum sérorðafjölda og öfugt. Fyrir utan sértilvik og frávik má segja um samband milli tökuorða og innlendra orða að erfðaorð geta yfirleitt ekki samsvarað nauðsynjatökuorðum. Hins vegar verða innlend orð oft fyrir merkingarlegum áhrifum frá erlendum samheitum og fá við það tökumerkingu. Litlar líkur eru á því að virðingartökuorðum samsvari tökuþýðingar eða -merkingar. Allar tegundir innlendrar smíðar (tökuþýðingar og -merkingar, innlend nýgerð orð og erfðaorð) virðast birtast á tímabilinu sem er til umfjöllunar, þó með mismunandi dreifingu í aldanna rás. Einkum og sér í lagi ber minni fjöldi innlendra nýgerðra orða sem samsvara tökuorðum sem fyrst birtast í verkum sömdum fyrir 12. öld ef til vill vott um minni frjósemi slíkrar orðmyndunar á því tímabili. Sú niðurstaða skýrist þó e.t.v. af minna gagnamagni og minni fjölbreytni í textategundum á þeirri öld en síðar. Að lokum má segja að niðurstöður þessarar rannsóknar víki ekki frá því sem vænta má um samlífi og samkeppni tökuorða og innlendra orða. Mikill fjöldi tökuorða, sem hér hafa verið tínd saman, hverfur úr íslenska orðaforðanum eftir 1550 einkum sökum málhreinsunarstefnunnar en innlend samheiti þeirra lifa áfram. Í ófáum öðrum tilvikum lifa bæði orðin áfram í orðaforðanum, en ósjaldan er þeim haldið aðskildum, einkum í merkingu og þar af leiðandi notkun. Í öðrum tilfellum lifir hvorugt orðið áfram í íslensku eftir 1550.
Original languageEnglish
QualificationDoctor
Supervisors/Advisors
 • Harðarson, Jón Axel, Supervisor
Publisher
Print ISBNs978-9935-9245-3-7
Publication statusPublished - 18 May 2020

Other keywords

 • Loanwords
 • Language Contact
 • Old Icelandic
 • Middle Icelandic
 • Etymology
 • Lexicology
 • Tökuorð
 • Forníslenska
 • Orðabókarfræði
 • Orðsifjafræði
 • Íslenska
 • Doktorsritgerðir

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Loanwords and native words in Old and Middle Icelandic (12th c.-1550)'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this