Ljósmæðraþjónusta og öryggi nýbura í heimafæðingum: samþætt fræðilegt yfirlit

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Bakgrunnur: Fæðingarþjónusta íslenskra ljósmæðra hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Tíðni heimafæðinga lækkaði hratt á síðari hluta 20. aldar en hefur hækkað aftur frá aldamótum. Vegna lágrar tíðni heilsufarsvandamála nýbura þegar mæður eiga eðlilega meðgöngu að baki og lítilla rannsóknarhópa í íslenskum rannsóknum á heimafæðingum er erfitt að draga af þeim ályktanir um útkomu nýbura. Markmið þessa yfirlits var að greina hvort samhengi væri milli skipulags þjónustu og slæmrar útkomu nýbura, svo sem burðarmáls- eða nýburadauða, heilsufarsvandamála, lágra Apgarstiga eða sérhæfðrar þjónustu. Tilgangurinn var að draga saman upplýsingar sem geta gagnast við þróun ljósmæðraþjónustu á Íslandi. Aðferðafræði: Gert var samþætt fræðilegt yfirlit yfir erlendar rannsóknir á útkomu nýbura í heimafæðingum og heimildir sem til eru um skipulag þjónustu við heimafæðingar á viðkomandi landsvæðum. Niðurstöður: Þar sem þjónusta hæfra og vel menntaðra ljósmæðra í heimafæðingum er vel samþætt öðrum þáttum fæðingarþjónustunnar og styðst við opinberar leiðbeiningar um ábendingar, frábendingar og innihald þjónustu er útkoma nýbura í fyrirfram ákveðnum heimafæðingum jafn góð eða betri en í fyrirframákveðnum sjúkrahúsfæðingum. Ályktanir: Þjónusta íslenskra ljósmæðra við heimafæðingar er að mörgu leyti sambærileg við það sem best gerist erlendis. Þó mætti huga að gerð klínískra leiðbeininga um fæðingarþjónustu á öllum þjónustustigum og skýra verklag við tilvísanir og flutning úr heimafæðingu á hærra þjónustustig.
Background: Icelandic midwifery services have changed considerably through the years. Home birth rates declined rapidly in the latter half of the 20th century but have been rising in the new millennium. Due to low morbidity rates among the neonates of healthy low-risk women, and the small group size in Icelandic home birth research, drawing conclusions on neonatal outcomes is problematic. The aim of this review was to detect patterns in the provision of home birth services and adverse neonatal outcomes, such as neonatal mortality and morbidity, low Apgar scores, or specialised care. The purpose was to collect information that can be useful in the development of midwifery services in Iceland. Methods: An integrative review on research articles on neonatal outcomes in home birth and available literature on the way home birth services are organized in different settings. Findings: In countries where home birth services are regulated, integrated into the health care system, and provided by midwives with a standardized education, neonatal outcomes in planned home births are either equally good or better than planned hospital birth outcomes. Conclusions: The home birth services of Icelandic midwives are in many ways compatible with well-organized services in other countries. Improvements could be made by issuing national guidelines on intrapartum care in all levels of service, as well as guidelines on consultation and transfer of care.
Original languageIcelandic
JournalLjósmæðrablaðið
Publication statusPublished - Jul 2018

Other keywords

  • Heimafæðing
  • Ljósmóðurstörf
  • Home Childbirth
  • Midwifery
  • Safety

Cite this