Ljósmæðraþjónusta fyrstu vikuna eftir fæðingu : viðhorf mæðra til þjónustunnar

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

The purpose of this comparative correlational study was to evaluate mother´s perceptions of postpartum care during the first week. The intention was to compare the care during a longer hospital stay with midwifery home care following early discharge from hospital. The sample represents as systematic sampling of four hundred women who delivered in the period of September to December 2002 at the University Hospital, Landspitalinn. Two hundred women were selected from each group and the response rate was 62% (n=124) in the group of longer hospital stay and 67% (n=134) in the group of home care after early discharge. The instrument used was a questionnaire designed by the author and a part of it was translated and adapted from Elaine Carty´s and Ellen Hodnett ´s questionnairs. The instrument included questions on demographic data, mothers perception of provided care, for example, informational support (informational scale), satisfaction of care (satisfaction scale) and their attitude towards the content of service provided (service scale). Also there were some more specified questions for each group. For comparision of demographic data t-tests and chi-squared tests were used. Factor analysis was carried out for each scale showing high internal correlation and all items loading on only one factor for each of the three scales: information, satisfaction and service. Mean scores were used, comparing perception of care between the two groups. Whereas the distribution of data was not normal the nonparametic test Mann-Witney was used. Looking at demographical data there was no statistical difference between the two groups with regard to age, marital status or education. However, there were significantly, more primiparas in the group of women staying for a longer time at the hospital compared to the group of women receiving home care after early discharge (X2=5,7, P< 0,05). For all of the three scales mentioned, there was a significant difference of mothers´ perception of care between the groups, where mothers receiving home care following early discharge had more positive perception of care than mothers staying for a longer time at the hospital (P< 0.01).
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf mæðra til sængurleguþjónustu fyrstu vikuna eftir fæðingu og bera saman niðurstöður eftir mismunandi þjónustuformum: Heimaþjónustu ljósmæðra eftir snemmútskrift og þjónustu sængurlegudeildar LSH þar sem sjúkrahúsdvöl er lengri. Rannsóknarsniðið er megindlegt og voru 400 konur, er fætt höfðu börn sín á Landspítala- Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu september til desember 2002 valdar með kerfisbundnu tilviljunarkenndu úrtaksvali. Tvöhundruð konum úr hvoru þjónustuformi var póstsendur spurningalisti og eftir að tvisvar hafði verið sent út ítrekunarbréf var svörunin 67% úr hópi kvenna í heimaþjónustu (n=134) og úr hópi sængurlegukvenna 62% (n=124). Spurningalistar voru hannaðir af rannsakanda og innihalda meðal annars að hluta til þýdda útgáfu af viðhorfakvarða Elaine Carty og Ellen Hodnett. Spurningalistarnir voru að hluta til sambærilegir og að hluta til sérsniðnir fyrir hvorn hóp. Sambærilegar breytur voru: bakgrunnsbreytur, viðhorfakvarðar er mældu á líkert kvarða, viðhorf til veittrar fræðslu, ánægju/óánægju með þjónustuþætti og viðhorf til innihalds þjónustunnar. Lýsandi tölfræði, eins og t-próf og kíkvaðrat próf voru notuð til að lýsa og bera saman bakgrunn þátttakenda. Viðhorfakvarðarnir þrír (fræðsla, ánægja og þjónusta) voru þáttagreindir og reyndist vera sterk innri fylgni á svörun innan hvers kvarða sem bendir til innra réttmætis þeirra. Með þáttagreiningu kom einnig í ljós að hver kvarði fyrir sig hlóð á einn þátt og því voru meðalskor kvarðanna notuð í frekari tölfræðiúrvinnslu. Þar sem meðalskor kvarðanna reyndust ekki vera normaldreifð var notast við non-parametic prófið Mann-Witney til þess að meta tölfræðilegan mun á viðhorfum kvenna til þjónustu ljósmæðra í heimaþjónustu og á sængurlegudeild. Rannsóknarhóparnir tveir voru sambærilegir með tilliti til aldurs (P> 0,05), hjúskaparstöðu (X2=2,6, P> 0,05) og menntunar (X2=5,2, P>0,05) en í ljós kom að í hópi sængurlegukvenna voru hlutfallslega fleiri frumbyrjur (X2=5,7, P< 0,05). Ef á heildina var litið kom í ljós að meirihluti kvenna gaf til kynna jákvætt viðhorf til þjónustu ljósmæðra fyrstu vikuna eftir fæðingu. Samanburður Samanburður á niðurstöðum úr öllum kvörðunum þremur sýndi þó marktækan mun á viðhorfum kvennanna eftir rannsóknarhópum þar sem konur er þiggja heimaþjónustu ljósmæðra hafa almennt jákvæðari viðhorf til þjónustunnar (P< 0,01).
Original languageIcelandic
JournalLjósmæðrablaðið
Publication statusPublished - 1 Nov 2004

Other keywords

 • Ljósmóðurfræði
 • Ljósmæður
 • Viðhorf
 • Heimaþjónusta
 • Sængurlega
 • Fæðingarþjónusta
 • LJO12
 • Fræðigreinar
 • Female
 • Iceland
 • Midwifery
 • Patient Satisfaction
 • Postnatal Care
 • Attitude
 • Length of Stay
 • Megindlegar rannsóknir

Cite this