Litningarannsóknir til fósturgreiningar

Jóhann Heiðar Jóhannsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Litningarannsóknir hófust á Íslandi sumarið 1967 á vegum Erfðafræðinefndar Háskóla Íslands og Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Fyrstu árin var aðaláherslan lögð á að finna og skrá Downs heilkenni (sem þá nefndist mongolismus) á Íslandi. Fjölskyldurannsóknir voru gerðar þegar arfgengar yfirfærslur fundust og litningagerð nánustu ættingja könnuð. Þjónusta við sjúkrastofnanir og lækna var einnig veitt, varðandi litningarannsóknir hjá öðrum einstaklingum með vanskapnað eða vangefni. Frá ársbyrjun 1976 hafa litningarannsóknirnar síðan verið á vegum Rannsóknastofu Háskólans og rekstrarlega tilheyrt Landspítalanum. Legástungur (amniocentesis) til fósturgreiningar hófust hér á landi árið 1973, en fyrstu fimm árin voru öll sýnin send til Danmerkur til rannsóknar. Í legvatninu fljóta lifandi frumur, svonefndar legvatnsfrumur, sem taldar eru fyrst og fremst upprunnar frá fóstrinu. Legvatnssýni eru tekin með legástungu við 15-16 vikna meðgöngulengd.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 May 2001

Other keywords

  • Fósturgreining
  • Fósturgallar
  • Litningagallar
  • LBL12
  • Chorionic Villi Sampling
  • Cytogenetic Analysis
  • Amniocentesis

Cite this