Lestrarvenjur ungra bókaorma

Kristín Heba Gísladóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Herdís Anna Friðfinnsdóttir

Research output: Book/ReportResearch report

Abstract

Rannsóknin Lestrarvenjur ungra bókaorma var unnin á vegum Barnabókaseturs Íslands sumarið 2012 með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsókninni stýrði Brynhildur Þórarinsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og stjórnarformaður Barnabókaseturs, ásamt Herdísi Önnu Friðfinnsdóttur, umsjónarmanni barnastarfs á Amtsbókasafninu á Akureyri. Um framkvæmd
rannsóknarinnar sáu tveir meistaranemar við HA, Kristín Heba Gísladóttir og Þorbjörg Ólafsdóttir. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á því hvaða þættir það eru sem móta lestrarvenjur barna; hvað það er sem gerir börn að lestrarhestum. Um eigindlega rannsókn var að ræða þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við sex rýnihópa, annars vegar 17 börn sem tóku þátt í sumarlestrarnámskeiði á Amtsbókasafninu á Akureyri, hins vegar sjö börn í tveimur viðmiðunarhópum. Í rannsókninni kom fram mikill munur milli hópanna, einkum hvað varðaði lestrarfyrirmyndir á heimilum barnanna og viðhorf barnanna til bóklestrar. Sérstaka athygli vakti hversu óvön börnin voru að tjá sig um bækur og lestur. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mikilsverðar vísbendingar um hvað gera þurfi til að efla lestraráhuga barna og unglinga almennt, bæði í skólakerfinu og á samfélagsvísu.
*Bæði bókaormar og viðmiðunarhópar töldu hægt að efla lestraráhuga barna.
*Börnin í viðmiðunarhópunum gátu ekki lýst gagnsemi lestrar, öfugt við bókaormana.
*Bókaormar hafa mun frekar lestrarfyrirmyndir heima hjá sér, það er sjá foreldra sína / systkini lesa sér til ánægju.
*Bæði mæður og feður tóku virkan þátt í lestraruppeldi bókaormanna en fyrst og fremst mæður barnanna í viðmiðunarhópunum.
*Bókaormar kvarta yfir skorti á nýjum bókum á skólasöfnunum en eru almennt ánægðir með þá aðstoð sem þeir fá þar.
*Óvanir lesendur velja frekar bækur af handahófi eða bækur sem virðast vera fyrir þeirra kyn.
Original languageIcelandic
Place of PublicationAkureyri
PublisherBarnabókasetur Íslands
Number of pages67
ISBN (Print)9789979725244
Publication statusPublished - 2013

Other keywords

  • Children's literature
  • Iceland
  • Literacy

Cite this