Abstract
Líftækni er ört vaxandi svið í vísindum en fáar rannsóknir hafa beinst að forystu í líftæknifyrirtækjum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða leiðtogastíla sem stjórnendur innan líftæknifyrirtækja hérlendis eru að tileinka sér. Skoðað er einnig upplifun starfsmanna á leiðtogastíl yfirmanna þeirra og skoðað hvort upplifun sé sú sama á leiðtogastigi og starfsmannastigi. Hér er kynnt hugmynd að mælitæki til frekari þróunar til að skoða hvort leiðtogastílar og áherslur stjórnenda nái til starfsmanna.
Hálf-opin viðtöl voru tekin við átta leiðtoga í líftæknifyrirtækjum og þau þemagreind ásamt því að rannsakandi mátaði þær áherslur sem komu fram hjá viðmælendum á fyrirliggjandi fræði um leiðtogastíla. Niðurstöður viðtala ásamt fyrirliggjandi fræðum og einkennandi þáttum leiðtogastílanna, voru nýttar við gerð spurningakönnunar sem lögð var fyrir 50 starfsmenn leiðtoganna. Gagnagreining sneri að því að samræma niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknaraðferðum.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að blandaðir leiðtogastílar séu ríkjandi innan líftæknifyrirtækja. Dreifð forysta og jafningjabragur voru miðlægt umræðuefni gegnum rannsóknina. Almennt upplifa starfsmenn dreifða forystu og yfirmenn sína sanngjarna, létta í lundu og hvetjandi og var það í samræmi við áherslur leiðtoganna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að upplifun starfsmanna á leiðtogastílum sem teknir voru fyrir sé ekki sú sama og upplifun stjórnenda.
Hálf-opin viðtöl voru tekin við átta leiðtoga í líftæknifyrirtækjum og þau þemagreind ásamt því að rannsakandi mátaði þær áherslur sem komu fram hjá viðmælendum á fyrirliggjandi fræði um leiðtogastíla. Niðurstöður viðtala ásamt fyrirliggjandi fræðum og einkennandi þáttum leiðtogastílanna, voru nýttar við gerð spurningakönnunar sem lögð var fyrir 50 starfsmenn leiðtoganna. Gagnagreining sneri að því að samræma niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknaraðferðum.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að blandaðir leiðtogastílar séu ríkjandi innan líftæknifyrirtækja. Dreifð forysta og jafningjabragur voru miðlægt umræðuefni gegnum rannsóknina. Almennt upplifa starfsmenn dreifða forystu og yfirmenn sína sanngjarna, létta í lundu og hvetjandi og var það í samræmi við áherslur leiðtoganna. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að upplifun starfsmanna á leiðtogastílum sem teknir voru fyrir sé ekki sú sama og upplifun stjórnenda.
Original language | Icelandic |
---|---|
Publication status | Published - 2021 |
Event | Þjóðarspegillinn 2021 - Reykjavík, Iceland Duration: 29 Oct 2021 → … |
Conference
Conference | Þjóðarspegillinn 2021 |
---|---|
Country/Territory | Iceland |
City | Reykjavík |
Period | 29/10/21 → … |