Learning journeys to become arts educators : a practice-led biographical study

Kristín Valsdóttir

Research output: Types of ThesisPh.D. Thesis

Abstract

This research is about the learning journeys of artists at the Icelandic University of the Arts studying to become arts educators. This entails looking at their background and former experience and how that affects and shapes the educational practices and learning culture within the Department of Arts Education (DAEd). The purpose of this research is to shed light on the challenges artists face when entering a new field, specifically the field of teacher education. In entering a new field and academic studies, the artists, who have been working for several years in their respective field of art, are faced with new working methods and values. The research aims are to contribute to the knowledge of how artists learn through biography and to determine how we can bridge the gaps there might be between the arts and the academic worlds. The purpose is to use such knowledge in teacher education for artists in Iceland and hopefully in other areas of higher education for artists. The theoretical underpinnings of this study are cultural theories. Bourdieu’s theory of practice (Bourdieu, 1977, 1984) is used in the analysis of the structures and values of the fields relevant to this research, using his ‘thinking tools’ of field habitus and capital. This also sheds light on the evolving identities of arts educators based on their lifewide experience and education. The cultural theory of learning and learning cultures are used to determine the primary practices within the DAEd and the interaction between a learning culture and the participants within it. The study takes the form of practice-led biographical research. The research method is grounded theory. Data triangulation or the ‘triangulation of different methods’ allowed for different perspectives on the research subject. Data were collected from three different sources in two different ways. The sources included reflective journals from 22 students within their first semester in the programme and biographical interviews with 12 graduates from the DAEd and three practising artists in the field. The central themes derived from the analysis of the reflective journals were the foundation for the sensitising concepts leading to the interview framework. The findings show that there are three core categories essential to artists in their education to become arts educators. They are hidden power structures, the practices of the learning site and evolving identities. The findings show that conflicts can occur when artists move between fields. They often face negative attitudes from the community towards teacher education and being a teacher, especially from those in the art world. They need to cope with this form of devaluation from their field, be active agents and sharpen their willingness to engage in these changes. At the same time, the artists are entering a new learning environment with new learning habits and requirements they need to know. The journey is difficult at the beginning, but learning new theoretical approaches empowers them in the long run. The main conclusions are that the journey to develop a new identity as an arts teacher in addition to being an artist requires time. The lengthening of teacher education in Iceland has a considerable bearing on this. However, time is only one factor in the process as the learning culture of teacher education is the scene that shapes the use of this time. A learning culture that focuses on reflection, conversation and collaboration offers diversity in learning approaches and simultaneously looks to the student's previous experience and education, laying the ground for artists to develop identities and become arts educators. The value of the research is primarily in highlighting the concerns that artists face when they start a master's degree programme. The study’s results can be useful for the development and structure of further studies at the master’s and doctoral levels for artists in Iceland. Moreover, the results can be used to examine and analyse the structure of teacher education in Iceland.
Þessi rannsókn fjallar um nám og námsferli þeirra listamanna sem bæta við sig kennaranámi. Vettvangur rannsóknarinnar var annarsvegar lífssaga listamannanna, þeirra fyrri reynsla og menntun og hins vegar uppbygging náms við Listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær áskoranir sem mæta nemendum er koma inn á nýjan vettvang og hefja nám í kennslufræðum á meistarastigi, oft eftir nokkurra ára feril sem starfandi listamenn. Markmið hennar er að þróa áfram meistaranám fyrir listmenn og koma betur á móts við þarfir þeirra í meistaranáminu, byggt á þeirra fyrri reynslu og menntun.Fræðilegur grunnur byggir á kenningum Bourdieus (Bourdieu, 1977, 1984) um praxís, samspil einstaklings ogvettvangs tengt auðmagni og gildismati þeirra hópa sem þeir eru þátttakendur í. Kannað er hvað listamenn sem hefja nám í kennslufræðum á meistarastigi takast á við er þeir fara á milli vettvanga; annars vegar út frá lífssögum þeirra og reynslu og þróun sjálfsmyndar þeirra en einnig þátttöku þeirra í námsmenningu í listkennslunáminu, hvernig þeir hafa áhrif á hana og móta.Rannsóknaraðferðin sem beitt var er grunduð kenning þar sem lagt var upp með opna spurningu um hvernig listamenn tileinka sér það að verða listkennarar. Nemendahópur á fyrsta ári í listkennsludeild haustið 2012 samþykkti þátttöku og skilaði til rannsakanda dagbókum einu sinni í viku með hugleiðingum sínum um námið og hvað þeir voru að takast á við á sinni fyrstu námsönn. Niðurstöður dagbókanna lögðu grunninn að viðtalsramma, en tekin voru ítarleg lífsöguviðtöl við 15 listamenn, þar af 12 sem höfðu lokið meistaranámi og útskrifast sem listkennarar frá Listkennsludeild. Þrír viðmælendur eru starfandi listamenn og voru þeir valdir til að varpabetra ljósi á vettvang listheimsins.Með þessum ólíku aðferðum fékkst betri heildarmynd af því ferli sem listamaðurinn fer í gegnum og hvernig hann mótast sem listkennari út frá eigin lífssögu, þátttöku í listheiminum og síðar sem nemandi á nýjum vettvangi sem meistaranemi í kennslufræðum. Niðurstöður sýna að hjá þátttakendum eiga nokkur átök sér stað sem tengjast því að fara á milli vettvanga. Þeir mæta oft neikvæðu viðhorfi úr visamfélaginu gagnvart kennaramenntun og kennarastarfinu, ekki síst frá eigin listvettvangi. Þeir þurfa að takast á við eigin tilfinningar og taka skýra afstöðu til eigin langana og skerpa á grunnvilja sínum til þess að takast á við þessar breytingar. Á sama tíma takast þeir á við nýtt námsumhverfi með öðrum námsvenjum og kröfum en þeir hafa vanist. Það ferðalag reynist mörgum erfitt í byrjun en eflir þá þegar líður á námið og þeir ná tökum á nýjum og fræðilegri vinnubrögðum.Meginniðurstöður eru þær að sú vegferð að tileinka sé nýja sjálfsmynd sem listkennari meðfram því að vera listamaður krefst tíma. Lenging kennaranáms hefur því töluvert að segja. Tíminn er þó aðeins einn þáttur í mótuninni þar sem námsmenning kennaranáms er sá vettvangur sem mótar það hvernig tíminn er nýttur. Námsmenning, sem leggur áherslu á ígrundun, samtal og samvinnu samfara fjölbreyttum vinnubrögðum og því að líta til fyrri reynslu og menntunar nemenda í skipulagi, leggur grunninn að því að listmenn tileinki sér nýjan vettvang og nýja sjálfsmynd sem listkennarar.Gildi rannsóknarinnar felst fyrst og fremst í því að varpa ljósi á þær ögranir sem listamenn standa frammi fyrir er þeir hefja kennaranám á meistarastigi. Niðurstöður hennar má nýta við þróun og uppbyggingu frekara náms á meistara-og doktorsstigi fyrir listamenn á Íslandi. Niðurstöðurnar geta nýst til að skoða og greina uppbyggingu kennaranáms á Íslandi.
Original languageEnglish
QualificationDoctor
Supervisors/Advisors
  • Guðmundsson, Gestur, Supervisor
Publisher
Publication statusPublished - Jan 2019

Other keywords

  • Doktorsritgerðir
  • Listamenn
  • Kennaramenntun
  • Háskólanemar
  • Námsferill
  • Háskólanám
  • Meistaranám (háskólar)
  • Artists
  • Teacher education

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Learning journeys to become arts educators : a practice-led biographical study'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this