Lactoferrin prótein tjáning er minnkuð í lungnaæxlum

Thorgunnur Eyfjord Petursdottir, Unnur Thorsteinsdottir, Sigrun Kristjansdottir, Kristrun Olafsdottir, Páll Helgi Möller, Stefan Imreh, Valgardur Egilsson, Jóhannes Björnsson, Sigurður Ingvarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað, af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litningasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 CERl (common eliminated region 1). Þar eru 34 virk gen þeirra á meðal er LTF (lactotransferrin). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf próteinið taki þátt í að verjast myndun æxla. Markmið: Að skilgreina frekar hlutverk LTF í sjúkdómsferli lungnakrabbameins í mönnum. Aðferðir: Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum á CERl og borið saman við tvö önnur svæði með þekktum æxlisbæligenum (FHIT og VHL). Útraðir voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF í 70 lungnaæxlum og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar. IHC aðferð var notuð til að kanna tjáningu próteinsins í 60 lungnaæxlum og aðlægum eðlilegum vef, flest æxlanna voru adenocarcinoma og squamous cell carcinoma. Niðurstöður: Urfellingatíðnin var hæst á CERl svæðinu 94% miðað við 65% (FHIT) og 72% (VHL). í LTF geninu fundum við breytileika í exoni 2 í hárri tíðni (39%) miðað við kontról (27%). Um er að ræða basabreytingu sem leiðir til amínósýru skipta úr Alanine yfir í Threonine (A29T). Tjáning Ltf próteinsins var minnkuð/engin í samtals 92% æxla eða frá 86% upp í 100% eftir vefjagerð æxlanna. Ályktun: Við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CERl sem bendir til þess að á svæðinu geti verið eitt eða fleiri æxlisbæligen. Tjáning Ltf próteinsins er minnkuð/engin í flestum æxlanna. Þar sem ekki er mikið um stökkbreytingar í LTF munum við kanna hvort epigenetiskar breytingar séu til staðar á prómóter svæði gensins.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)33-33
Number of pages1
JournalLæknablaðið
Volume95
Issue number60
Publication statusPublished - Apr 2009

Cite this