Lýsisneysla eykur lifun músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Introduction: Epidemiological studies have shown that high intake of omega-3 fatty acids correlates with low incidence of various diseases such as cardiovascular diseases, asthma, diabetes mellitus and various auto-immune disorders. It may therefore be suggested that omega-3 fatty acids have substantial impact on the immune system. Studies of the effect of omega-3 fatty acids on survival in bacterial infections have however been contradicting. A Dutch study from 1991 showed increased survival in mice fed fish-oil following infection with Klebsiella pneumoniae. Because of the contradicting results the authors conducted a study with the hypothesis that fish-oil intake increases survival after severe Klebsiella pneumoniae infection. Methods: Thirty mice were fed fish-oil enriched diet (10%), olive-oil enriched diet (10%) or standard chow diet. After six weeks the mice were injected intramuscularly with l.óxlO2 cfu of Klebsiella pneumoniae. The survival was measured at regular time intervals for 120 hours. Results: After 56 hours, 93% of the mice fed fish-oil were alive and 68% and 40% of the mice fed olive-oil and standard chow respectively. The overall survival after 120 hours was 40% in the fish-oil group, 25% in the olive-oil group and 20% in the standard group. The survival after 120 hours of the mice fed the fish-oil enriched diet was significantly better when compared to the two other groups (p=0.0034). Discussion: We conclude that fish-oil enriched diet increases survival of NMRI mice following infection with Klebsiella pneumoniae when compared to olive-oil supplementation or standard chaw. We therefore conclude that the difference in survival is probably based on the effect of omega-3 fatty acid on the immune system. The immunological pathway is still unknown and our results encourage further studies.
Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa bent til þess að neysla lýsis, og þá fyrst og fremst ómega-3 fitusýra, verndi gegn ýmsum sjúkdómum til dæmis hjarta- og æðasjúkdómum, astma, sykursýki og ýmsum sjálfnæmissjúkdómum. Því er líklegt að ómega-3 fitusýrur hafi víðtæk áhrif á stýringu ónæmiskerfisins. Rannsóknir á áhrifum ómega-3 fitusýra á lifun í alvarlegum bakteríusýkingum hafa gefið mismunandi niðurstöður. Hollensk rannsókn frá 1991 sýndi aukna lifun músa á lýsisbættu fæði í alvarlegum bakteríusýkingum. Vegna þess að niðurstöður hafa verið mismunandi var frekari rannsókna þörf og í þessari rannsókn var sett fram sama tilgáta og í hollensku rannsókninni, að lýsisneysla væri verndandi í alvarlegum Klebsiella pneumoniae bakteríusýkingum. Aðferðir: Sett var upp dýratilraun bar sem 30 NMRI mýs voru aldar í sex vikur á lýsisbættu fæði (10%) en til samanburðar voru mýs aldar á venjubundnu eða ólífuolíubættu fæði (10%). Aö því búnu voru mýsnar sýktar með l,6xl02 cfu (colony forming units, þyrpingarmyndandi einingar) af Klebsiella pneumoniae í vöðva. Eftir sýkingu var fylgst með lifun músanna í 120 klukkustundir. Niðurstöður: Eftir 56 klukkustundir voru 93% músanna sem fengu lýsisbætt fóður lifandi, 68% músa sem fengu ólífuolíubætt fæði og aöeins 40% músanna sem fengu venjubundið fæði. Lifun músa sem fengu lýsisbætt fæði var 40% eftir 120 klukkustundir á meðan lifun músa sem fengu ólífuolíubætt eða venjubundið fæði var 25% og 20%. Lifun músa sem aldar voru á lýsisbættu fæði var marktækt betri en viðmiðunarhópa eftir 120 stundir (p=0,0034). Ályktun: Lýsisbætt fæði eykur lifun NMRI músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae. Höfundar telja að þessi munur á lifun sé fyrst og fremst vegna áhrifa ómega-3 fitusýra á ónæmiskerfið. Á hvaða hátt, er ekki að fullu vitað og því er þörf frekari rannsókna.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 May 1997

Other keywords

  • Lýsi
  • Sýkingar
  • Ómega-3
  • Fish Oils
  • Fatty Acids, Omega-3

Cite this