Lýðræði í leikskólum: Um viðhorf leikskólakennara

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Rannsóknin sem hér er greint frá beinist að því hvað leikskólakennarar telji vera lýðræði í leikskólum, hvernig það lýsir sér í þeirra eigin starfsháttum og hjá barnahópnum. Stuðst er við kenningar John Dewey og Mörthu Nussbaum um lýðræði og gögnin skoðuð í ljósi þeirra. Þátttakendur í rannsókninni voru leikskólakennarar í fimm ólíkum leikskólum þar sem fjöldi leikskólakennara var yfir meðallagi, á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Gagna var aflað með hópviðtölum. Helstu niðurstöður eru að leikskólakennararnir eru í meginatriðum að vinna í anda Aðalnámskrár leikskóla, áhersla er lögð á að börn séu þátttakendur í starfinu, leitast er við að ala á virðingu, umburðarlyndi og samkennd og að leysa úr ágreiningi á friðsælan hátt er mikils metið. Greinilegt er að kennarar líta á það sem skyldu sína að skipuleggja umhverfið á þann veg að það veiti börnum tækifæri og frelsi til að reyna færni sína, bæði í að leysa og lifa við ágreining. Leikskólakennarar geta nýtt sér greinina sem grundvöll umræðu um lýðræði í leikskólum. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Original languageIcelandic
JournalNetla
Publication statusPublished - 31 Dec 2006

Other keywords

  • Democracy
  • Early childhood education
  • Iceland

Cite this