Líkamsskynjunarröskun: Algengi í átröskunarteymi Geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss

Ásmundur Gunnarsson, Sigurlaug María Jónsdóttir, Andri Steinþór Björnsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Líkamsskynjunarröskun (LSR, e. body dysmorphic disorder) er alvarleg og vangreind geðröskun sem einkennist af þráhyggju um ímyndaðan galla í útliti. Megintilgangur þessarar fyrstu rannsóknar á þessu sviði hérlendis var að athuga algengi LSR meðal einstaklinga sem sækja meðferð í átröskunarteymi geðsviðs LSH. Meðferðaraðilar lögðu fyrir klínískt greiningartæki á LSR (Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module). Einnig var metið hversu alvarleg einkennin voru (með mælitækinu Body Dysmorphic Disorder Modification of the YBOCS) hjá þeim þátttakendum sem náðu greiningarviðmiðum fyrir þessa geðröskun. Þátttakendur voru 24 konur (meðalaldur 25,6 ár) og náðu níu þeirra (37,5%) greiningarviðmiðum fyrir LSR. Aðeins 33% (n = 3) þeirra sem greindust með LSR höfðu áður fengið þá greiningu í sjúkraskrá sinni. Einkenni LSR voru að jafnaði miðlungs til alvarleg og voru þátttakendur með LSR marktækt líklegri til að greina frá sjálfsvígshugsunum og alvarlegri átröskunareinkennum. Einnig voru þeir líklegri til að hafa gengist undir lýtaaðgerð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að LSR sé algeng og alvarleg geðröskun meðal þeirra sem leita sér þjónustu átröskunarteymis LSH, en sé að sama skapi vangreind. Takmarkanir rannsóknarinnar eru ýmsar, meðal annars lítil úrtaksstærð sem dregur úr alhæfingargildi niðurstaðna. Næsta skref í rannsóknum á LSR hérlendis er að athuga LSR í öðrum klínískum aðstæðum sem og í almennu þýði. Einnig er mikilvægt að athuga hvernig fólk með LSR svarar meðferð í átröskunarteymi geðsviðs LSH og hvort þróa þurfi sérúrræði fyrir það.
Body dysmorphic disorder (BDD) is a distressing and impairing preoccupation with a perceived defect in appearence, which is not observable or that appears only as slight to others. In this study, which is the first study in Iceland to focus on BDD, the authors examined the prevalence of BDD in the Eating Disorders Unit at the University Hospital of Iceland. A diagnostic module for BDD (Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module) was administered and symptom severity was assessed among those who met diagnostic criteria for BDD. Twenty-four women participated in this study (mean age 25.6 years) and nine of them met diagnostic criteria for BDD (37.5%). Three of those who met the criteria (33%) had the diagnosis of BDD in their medical record. BDD symptoms were, on average, moderate to severe. Participants with BDD were significantly more likely to report suicidal thoughts and more severe symptoms of eating disorders. They were also more likely to undergo plastic surgery. Results indicate that BDD is a common, serious and underdiagnosed disorder among individuals who seek treatment at the Eating Disorders Unit. The study had some limitations, including a small sample size, which minimize generalizability of the results. Future research on BDD in Iceland should focus on the prevalence and correlates of BDD in other settings with different demographics and diagnostic characteristics. It is also important to evaluate how individuals with BDD respond to treatment in the Eating Disorders Unit and if special treatment options for BDD need to be developed.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands
Publication statusPublished - 2014

Other keywords

  • Líkamsskyn
  • Átraskanir
  • Prevalence
  • Comorbidity
  • Eating Disorders
  • Body Dysmorphic Disorders

Cite this