Líðan kvenna sem bíða eftir brjóstnámi vegna krabbameins

Regína Ólafsdóttir, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir, Þorvaldur Jónsson, Þórdís Kjartansdóttir, Heiðdís Valdimarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur: Árlega greinast um 210 konur með brjóstkrabbamein á Íslandi. Fyrsta meðferð við brjóstkrabbameini er oftast skurðaðgerð þar sem annaðhvort allt brjóstið er fjarlægt (brjóstnám) eða hluti þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líðan og lífsgæði kvenna sem greinst hafa með brjóstkrabbamein og bíða þess að gangast undir brjóstnám. Þetta hefur ekki verið kannað áður á Íslandi. Aðferð: Spurningalistar, sem meta líðan og lífsgæði, voru afhentir konum sem biðu eftir brjóstnámi með eða án samhliða uppbyggingaraðgerð á brjósti á tímabilinu september 2009–desember 2011 (meðferðarhópur) og þeim boðið að taka þátt í rannsókn með því að svara spurningalistum um líðan sína. Spurningalistarnir voru Hospital Anxiety Depression Scale (HADS), General Health Questionnaire (GHQ) og Quality of Life Scale (QOLS). Af þeim 187 konum, sem var boðið að taka þátt, skiluðu 62 konur (33,2%) inn útfylltum spurningalistum. Sömu spurningalistar voru sendir til 500 kvenna í aldursstöðluðum samanburðarhópi og var svarhlutfall þeirra 39,6%. Niðurstöður: Konur í meðferðarhópi voru kvíðnari en konur í samanburðarhópi: 16,9% kvenna í meðferðarhópi skoruðu yfir klínískum viðmiðum kvíða á HADS-listanum og 7,7% kvenna í samanburðarhópi. Vanlíðan var einnig hærri en 45,8% kvenna skoruðu yfir klínískum viðmiðum á GHQ-listanum en aðeins 19,4% kvenna í samanburðarhópi. Eins áttu konur í meðferðarhópi erfiðara með svefn en 45,8% kvenna, sem biðu eftir aðgerð, sögðust glíma við svefnvanda en einungis 13,3% í samanburðarhópi. Umræða: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að konur, sem nýlega hafa greinst með brjóstkrabbamein og bíða eftir brjóstnámsaðgerð, séu kvíðnari auk þess að glíma við meiri vanlíðan og svefnvanda heldur en konur í samanburðarhópi. Hlúa þarf vel að konum, sem nýlega hafa greinst með brjóstkrabbamein og bíða eftir aðgerð, og aðstoða þær við að glíma við kvíða, vanlíðan og svefnvanda.
Aim: In Iceland approximately 210 women are diagnosed with breast cancer each year. The first treatment for breast cancer is usually a surgery where either the entire breast is removed or a part of it. The aim of the present study was to examine quality of life among Icelandic women diagnosed with breast cancer the days before surgery. This has not been examined in Iceland before. Method: Questionnaires assessing well-being and quality of life were given to 216 breast cancer patients (treatment group) and to 500 healthy age-adjusted women (control group). The questionnaires were the Hospital Anxiety Depression Scale (HADS), General Health Questionnaire (GHQ) and Quality of Life Scale (QOLS). The response rate was 33.2% in the treatment group and 39.6% in the control group. Results: Women in the treatment group were significantly more anxious than women in the control group with 16.9% of the breast cancer patients and 7.7% of the healthy women exceeding the clinical cut-off criteria for anxiety on HADS. Distress was also higher in the treatment group with 45.8% of the women exceeding the clinical cut-off criteria on the GHQ compared to 19.4% of the women in the control group. Similarly, women in a treatment group reported more difficulties with sleep with 45.8% of them indicating that they had sleep difficulties whereas only 13.3% in the control group reported sleep difficulties. There was no difference between the groups in relation to depression and general quality of life. Discussion: The results indicate that newly diagnosed breast cancer patients waiting for surgery report more anxiety, distress and sleep difficulties than healthy agematched women. Breast cancer patients awaiting surgery might benefit from intervention assisting them with coping with their anxiety, distress and sleep difficulty.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2019

Other keywords

  • Brjóstakrabbamein
  • Brjóstnám
  • Líðan
  • Konur

Cite this