Læknisfræðileg gögn í dómsmálum

Sigríður Ingvarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Í dómsmálum er sönnunargagna aflað í þeim tilgangi að færa sönnur fyrir umdeildum málsatvikum eða öðrum atriðum sem skipta máli þegar leyst er úr slíkum málum. Læknisfræðileg sönnunargögn eru oft mikilvægur þáttur í sönnunarfærslu fyrir dómi og þau geta haft verulega þýðingu fyrir úrslit málsins. Í réttarlæknisfræði er fjallað um gerð læknisfræðilegra gagna sem ætluð eru til nota í dómsmálum svo og í öðrum málum þar sem beita þarf þekkingu og aðferðum læknisfræðinnar. Meðferð og öflun læknisfræðilegra gagna fer fram samkvæmt viðeigandi lagareglum og í samræmi við markmiðin sem þeim er ætlað að þjóna. Segja má að þannig tengist fræðigreinarnar lögfræði og læknisfræði og að þær séu á þennan hátt háðar hvor annarri. Þegar nota á læknisfræðilega þekkingu í þágu dómsmála geta risið ýmis lagaleg og siðferðileg álitamál sem vandasamt er að leysa úr. Í því sambandi geta til dæmis vaknað spurningar um hvort lagareglur komi í veg fyrir að tiltekinna læknisfræðilegra gagna verði aflað og enn fremur hvernig með slík gögn verði farið. Einnig getur verið vandasamt að leysa úr því hvernig læknisfræðileg gögn verði túlkuð, hvort þau veiti fullnægjandi sönnun um tiltekin atriði og loks hvort eitthvað og þá hvað gæti hugsanlega veikt gildi þeirra sem sönnunargagna.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Mar 1999

Other keywords

  • Dómsmál
  • Lög
  • Réttarlæknisfræði
  • Afbrotafræði
  • Expert Testimony
  • Forensic Medicine
  • Jurisprudence
  • Forensic Psychiatry

Cite this