Abstract
Í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja endurspeglast tengsl og jafnframt átök milli fjölmennrar og öflugrar fagstéttar og fulltrúa eins af stærstu viðskiptaöflum veraldar. Þarna má líka greina helstu styrkleika og veikleika læknastéttarinnar, háleit markmið hennar til að láta gott af sér leiða, vanhæfni hennar til að ná öllum þeim markmiðum og sú ófrávíkjanlega staðreynd að læknar eru menn. Að undanförnu hafa þessi samskipti mjög verið til umræðu hér í ljósi þeirra upplýsinga að tæplega 500 læknar (mjög varlega áætlað) fari úr landi á vegum lyfjafyrirtækja á ári hverju. Þetta samsvarar því að helmingur starfandi lækna á Íslandi fari í slíkar ferðir árlega. Þetta er að sjálfsögðu ekki séríslenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Mar 2005 |
Other keywords
- Lyfjaiðnaður
- Siðferði
- LBL12
- Fræðigreinar
- Conflict of Interest
- Drug Industry
- Humans
- Physicians