Abstract
Þann 14. janúar á þessu ári eru liðin 75 ár frá stofnun Læknafélags Íslands. Stjórn félagsins þykir viðeigandi að minnast þessara tímamóta í sögu félagsins með ýmsum hætti. Dagskrá afmælisársins hefst með árshátíð félagsins þann 16. janúar. Vikan 13.-18. September á hausti komanda má kallast afmælisvika Læknafélags Íslands og vonandi geta sem flestir læknar tekið þátt í því sem þar verður boðið upp á. Í vikunni verður tveggja daga fræðslunámskeið, vísindadagur opinn öllum íslenskum læknum og fyrirlestrar boðsgesta. Sérstök afmælisdagskrá verður einn dag vikunnar og í tengslum við aðalfund Læknafélags Íslands verða tvö málþing, annað um siðfræði og hitt um fræðslu- og útgáfustarf læknafélaganna.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 1 Jan 1993 |
Other keywords
- Læknafélag Íslands
- Blaðaútgáfa
- Félagsmál