Kyngeta og mikilvægi hennar fyrir lífsgæði eldri karlmanna : á að niðurgreiða lyf við ristruflunum?

Ásgeir R. Helgason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Ristruflanir valda mörgum körlum miklu hugarangri, jafnvel þó þeir séu komnir að áttræðu og hættir að hafa samfarir (1). Ristruflanir tengjast auknum aldri (1) en eru einnig oft afleiðing sjúkdóma eða meðferða við þeim (2-4). Dæmi um sjúkdóma sem tengjast ristruflunum eru sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómar (2,4). Dæmi um sjúkdómsmeðferð sem hefur þessar afleiðingar í för með sér er skurðaðgerð við krabbameini í blöðruhálskirtli, en gera má ráð fyrir að 60-70% sjúklinganna verði getulausir (sjá skilgreiningu að neðan) í kjölfar aðgerðarinnar (3). Lyf sem tengd hafa verið ristruflunum eru meðal annars þvagræsilyf, histamín-2 blokkarar og segavarnarlyf af kúmaríngerð (2,4). Lyf sem vinna gegn minnkandi limstífni eru ekki niðurgreidd hér á landi. Umræðan um það hvort greiða eigi niður slík lyf eða ekki er skammt á veg komin enda stutt síðan lyfin komu á markað. í þessari grein verður fyrst rætt um hugtakið getuleysi sem er grundvallarhugtak í umræðunni. Gerð verður grein fyrir nýlegum sænskum rannsóknum á kynlífsatferli eldri karla og áhrifum ristruflana á andlega vellíðan. Að lokum verða rædd rök sem liggja til grundvallar þeirri kröfu að lyf sem auka limstífni eigi, í vis sum tilfellum, að greiða niður af samfélaginu.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Feb 1999

Other keywords

  • Getuleysi
  • Lífsgæði
  • Lyf
  • Kynlíf
  • Erectile Dysfunction
  • Quality of Life
  • Male
  • Aged

Cite this