Kvörðun rauðkornarofsvísis á Vitros 5.1 FS efnagreini

Gyða Hrönn Einarsdóttir

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Rauðkornarof í sermissýnum hefur verið notað sem ábending um gæði forgreiningarfasa í heildarrannsóknarferli lífefnarannsókna, bæði vegna þess að það er algengasti skekkjuvaldur í ferlinu en einnig vegna þess að nýjar rannsóknir benda til þess að með tilkomu sjálfvirkra efnagreina sem mæla rauðkornarof sé með áreiðanlegum hætti hægt að nýta tíðni þess sem gæðavísi fyrir forgreiningarfasa. Sermissýni með rauðkornarofi hafa alltaf verið vandamál klínískra rannsóknarstofa og rannsóknir hafa sýnt fram á að jafnvel sermissýni sem eru með mjög litlu rauðkornarofi eru óhæf til mælinga á ýmsum lífefnum. Efni og aðferðir: Öll sermissýni með rauðkornarofi sem bárust rannsóknarkjarna, blóðmeina- og klínískri lífefnafræði, á rannsóknarsviði Landspítala (RK) í Fossvogi frá 7.–11. janúar 2012 voru mæld með þremur greiningaraðferðum. Mældur var rauðkornarofsvísir (RV) (hemolysis index) á Vitros 5.1 FS efnagreini og magnmælingar á fríum blóðrauða (hemoglobin) gerðar á Plasma/LowHb efnagreini og með aðlagaðri Drabkins-aðferð. Niðurstöður: Greiningaraðferðir RK eru sambærilegar og tengslum þeirra má lýsa með eftirfarandi jöfnu: y=0,0139x-0,0181 þar sem x er niðurstaða RV og y er niðurstaða mælingar með Plasma/LowHb-aðferð í g/L. Frír blóðrauði 1,0 g/L samsvarar því RV 73 á Vitros 5.1 FS efnagreini. Ályktun: Þar sem niðurstöður þessarar rannsóknar eru frábrugðnar öðrum rannsóknum sem birtar hafa verið um kvörðun RV Vitros 5.1 FS þarf sérhver klínísk rannsóknarstofa að sannprófa efnagreina og setja fram eigin verklagsreglur og leiðbeiningar til starfsmanna um hvernig meðhöndla skuli sermissýni með rauðkornarofi miðað við þá efnagreina sem eru í notkun.
Original languageIcelandic
JournalTímarit lífeindafræðinga
Publication statusPublished - 2014

Other keywords

  • Blóðrannsóknir
  • Hemolysis
  • Hemoglobins
  • Calibration

Cite this