Kraftmælingar í sjúkraþjálfun Flywheel / Kin Com mælingar og þjálfun

Gauti Grétarsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Þegar skjólstæðingar sjúkraþjálfara koma í sjúkra­ þjálfun er mikilvægt að meta færni einstaklingsins í upphafi meðferðar til að geta fylgst með framförum hans. Við skimun íþróttafólks og almennings er sömuleiðis mikilvægt að hafa hlutlægar mælingar og sjá þannig hvar veikleikarnir liggja. Sem dæmi gæti verið athugun á hvort annar fóturinn sé sterkari en hinn eða hvort verið sé að hlífa sér á einhvern hátt þegar próf eru tekin. Þegar íþróttafólk verður fyrir meiðslum er nauðsynlegt að hafa mælikvarða á það hvenær það er tilbúið að hefja æfingar og keppni að nýju. Mæliaðferðir sem hægt er að nota eru til dæmis Functional Movement Screen (FMS), Y balance test (YBT), star exclusive balance test og ýmis kraftpróf. Hér ætlum við að fjalla um þekktar mæliaðferðir sem hefur verið notast við í nokkurn tíma í Sjúkra­ þjálfun Reykjavíkur.
Original languageIcelandic
JournalSjúkraþjálfarinn
Publication statusPublished - 2015

Other keywords

  • Íþróttameiðsli
  • Líkamsþjálfun
  • Exercise Movement Techniques
  • Postural Balance
  • Athletic Injuries

Cite this