Krabbamein í ristli : er gallblöðrutaka áhættuþáttur? [ritstjórnargrein]

Ásgeir Theodórs, Gunnlaugur Pétur Nielsen

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Krabbamein í ristli er algengt og hefur tíðni þess á íslandi sem og annarstaðar farið vaxandi (1). Lítið er vitað um orsakir ristilkrabbameins en landfræðilegur munur bendir til einhverra umhverfisþátta og hafa augu manna meðal annars beinst að fituríkri fæðu en við neyslu hennar verður losun á ýmsum efnasamböndum inn í holrými gama, t.d. á gallsýrum (2,3)- Sumar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa einnig sýnt aukinn útskilnað á gallsýrum, sérstaklega annars stigs gallsýrum í hægðum einstaklinga með kirtiltotuæxli og ristilkrabbamein. Einnig hefur fundist aukið magn af gallsýrum í hægðum heilbrigðra einstaklinga sem lifa á svæðum þar sem tíðni ristilkrabbameins er há (3,4). Aðrar rannsóknir hafa þó ekki staðfest þessar niðurstöður (5).
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Aug 1991

Other keywords

  • Gallblaðra
  • Ristilkrabbamein

Cite this