Krabbamein í briskirtli : sjúklingar greindir á Borgarspítalanum 1974-1983

Davíð O. Arnar, Ásgeir Theodórs, Helgi J. Ísaksson, Gunnar H. Gunnlaugsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

A retrospective analysis was done on 68 patients diagnosed to have carcinoma of the pancreas at the Reykjavik City Hospital during the period 1974-1983. Explorative laparotomy was most often performed as a diagnostic procedure (89,7%). It was not possible to evaluate the effect of new diagnostic techniques such as ultrasonography, computerized tomography and ERCP because they were not available at the hospital until late in the study period. The diagnosis was histologically confirmed in 75% of the patients. The tumor was most often located in the head of the pancreas (42,5%). In 25% of the patients location of the tumor was not reported or tumor margins could not be determined within the gland. Metastasis were diagnosed in 66,2% of the patients. The most common treatment was pallative surgical bypass of the biliary tract and/or gastro-jejunal bypass. Mean survival of all patients was 6,4 months (192 days). One patient lived more than three years and no patient was alive four years after diagnosis.
Gerð var afturskyggn rannsókn á 68 sjúklingum sem greindust með krabbamein í briskirtli á Borgarspítalanum 1974-1983. Í rannsóknarhópnum voru 32 karlar og 36 konur. Algengasta greiningaraðferðin var kviðarholskönnun eða hjá 89,7%. Ekki var hægt að meta áhrif nýlegra greiningaraðferða eins og ómskoðunar, tölvusneiðmyndunar og holsjár-röntgenmyndunar af gallgöngum og brispípu (ERCP- Endoscopic Retrograde Cholangiopancreatography) vegna þess hve langt var liðið á rannsóknartímabilið þegar notkun þeirra hófst á Borgarspítalanum. Greining var staðfest með vefjasýni hjá 75,0% sjúklinga. Algengast var að æxli væru staðsett í höfði kirtilsins eða hjá 42,6% sjúklinganna. Staðsetningu æxlis var ekki lýst eða hún ekki greinanleg hjá 25,0%. Meinvörp fundust við greiningu hjá 66,2% sjúklinga. Hjá 7,4% sjúklinganna var æxlið numið brott með skurðaðgerð. Algengasta meðferðin var framhjáhlaupsaðgerð á gallvegum og/eða görnum hjá 58,8% sjúklinganna. Meðallifun eftir greiningu var 6,4 mánuðir (192 dagar). Aðeins einn sjúklingur lifði í þrjú ár eftir greiningu en enginn náði fjögurra ára lifun.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 15 Apr 1990

Other keywords

  • Krabbamein
  • Bris
  • Pancreas
  • Pancreatic Neoplasms

Cite this