Abstract
Í þessari grein er fjallað um helstu niðurstöður könnunar er fram fór við Háskólann í Reykjavík sumarið 2003 þar sem kannað var hvaða þættir hefðu áhrif á val kvenna á nám í tölvunarfræði. Megin niðurstöður könnunarinnar eru að konur þekki nægjanlega vel til tölvunarfræði, þekki ekki vel hvað fagið felur í sér og hvaða möguleika það skapar. Einnig hafa konur samkvæmt þessari könnun minni reynslu en karlar af tölvum og tölvunarfræði áður en þær koma í skólann. Niðurstöður gefa einnig til kynna að aðgengi kynjanna að tölvum sé mismunandi þar sem karlar fá aðgang að tölvum mun fyrr, bæði heima og í skóla.
Original language | Icelandic |
---|---|
Pages (from-to) | 175-183 |
Journal | Tímarit um menntarannsóknir |
Volume | 1 |
Publication status | Published - 2004 |