Kerfisbundið yfirlit yfir próffræðilega eiginleika Fjölþáttakvíðakvarða fyrir börn (Multidimensional Anxiety Scale for Children) í íslensku úrtaki

Theodóra Listalín Þrastardóttir, Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Fjölþáttakvíðakvarði fyrir börn (MASC) er skimunarlisti sem metur fjórar víddir kvíða, líkamleg einkenni, flótta og forðunarhegðun, félagskvíða og aðskilnaðarkvíða/felmtur. Markmið eftirfarandi rannsóknar var að meta próffræðilega eiginleika kvarðans í íslensku úrtaki með aðferðum kerfisbundins yfirlits (e. systematic review). Leitað var kerfisbundið að greinum sem fjölluðu um íslenskar rannsóknir á kvarðanum. Samtals voru 185 útdrættir skimaðir og að lokum voru 20 greinar valdar úr sem uppfylltu þátttökuviðmið. Meðaltöl og staðalfrávik voru svipuð og í erlendum rannsóknum, hærri í klínísku úrtaki en almennu og stúlkur skoruðu almennt hærra á öllum þáttum. Innra samræmi var viðunandi í öllum rannsóknum og í samræmi við erlendar rannsóknir, sem og aðgreiningar- og samleitisréttmæti. Ein íslensk rannsókn skoðaði forspárréttmæti og notast var við innlagnarúrtak á BUGL og voru niðurstöður í samræmi við erlendar niðurstöður að mestu leyti, félagskvíðaundirþáttur MASC spáði fyrir um félagskvíðaröskun og undirþátturinn aðskilnaðarkvíði/ felmtur spáði fyrir um aðskilnaðarkvíðaröskun en þar sem úrtakið var innlagnarúrtak gefa niðurstöður ekki eins skýra mynd og þær erlendu. Tvær íslenskar rannsóknir sýna að fjögurra þátta lausn sé best fyrir íslenskt úrtak. Á heildina litið er kvarðinn áreiðanlegur og gagnlegur listi sem fagfólk getur nýtt til að skima eftir kvíðaeinkennum hjá börnum og unglingum.
Multidimensional Anixety Scale for Children (MASC) is a self-report scale assessing four dimensions of anxiety; physical symptoms, harm avoidance, social anxiety and separation/panic. The aim of this study was to evaluate the psychometric properties of the Icelandic version using systematic review. In total we screened 185 abstracts. Only 20 publications fulfilled our inclusion criteria. Mean and standard devatiation were similar to previous studies in North-America and Europe. We found higher means in clinical samples than community samples. Girls had higher means on the total score and all subscales. We found adequate internal consistency across all studies. The results also revealed divergent and convergent validity. One study examined screening efficiency using an inpatient sample from the Department of Child and Adolescent Psychiatry at Reykjavik, the results were in line with previous studies for the most part, as the social anixety scale predicted social anixety disorder and the Sálfræðiritið, 24. árg. 2019 Fjölþáttakvíðakvarði: Kerfisbundið yfirlit á próffræðilegum eiginleikum 47 seperation/panic scale predicted seperation anixety disorder but due to the sample being highly comorbid the results were not as robust as previous studies. Two studies reported on factor analysis showing superior fit for the original four factor solution. We conclude that the MASC seems to be a reliable and valid screening instrument for anxiety symptoms in Icelandic youth.
Original languageIcelandic
JournalSálfræðiritið
Publication statusPublished - 2019

Other keywords

  • Kvíði
  • Börn
  • Sálfræðipróf
  • Anxiety
  • Psychological Tests
  • Child

Cite this