Abstract
Gásagátan er söguleg skáldsaga eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Sagan gerist árið 1222, í upphafi Sturlungaaldar þegar hefndin er enn lykilhugtak í íslensku samfélagi þótt landsmenn séu orðnir kaþólskir og kirkjuræknir. Gásagátan segir frá bræðrunum Kolsveini og Kálfi, ungum Grímseyingum sem koma til verslunarstaðarins Gása í mikilvægum erindagjörðum. Strákarnir eiga harma að hefna eftir föður sinn en þeir ætla sér líka að verða ríkir og þar kemur dularfullur kassi við sögu. Á Gásum kynnast bræðurnir krökkum sem síðar verða þekktir þátttakendur í róstum Sturlungaaldar. Þeir hitta líka frægt fólk eins og Snorra Sturluson, Guðmund biskup Arason og Sighvat á Grund. Gásagátan varð til í samstarfi við sjálfseignarstofnunina Gásakaupstað ses. sem hefur veg og vanda að uppbyggingu sögutengdrar ferðaþjónustu að Gásum við Eyjafjörð. Minjasafnið á Akureyri kom einnig að verkefninu en bókin kom fyrst út hjá Máli og menningu haustið 2009. Bókin hlaut styrk frá Menningarráði Eyþings. Markmiðið með ritun bókarinnar var að opna börnum dyr að merkilegu tímabili í Íslandssögunni gegnum þeirra eigin menningu. Gásagátan er þó ekki bara hugsuð sem
kennslubók heldur var alltaf haft að leiðarljósi að skapa fyrst og fremst spennandi, skemmtilega og áhugaverða sögu sem hvetti börn til lestrar.
kennslubók heldur var alltaf haft að leiðarljósi að skapa fyrst og fremst spennandi, skemmtilega og áhugaverða sögu sem hvetti börn til lestrar.
Original language | Icelandic |
---|---|
Number of pages | 17 |
Publication status | Published - 2009 |