Könnun á notkun magasárslyfja meðal Íslendinga

Hildur Thors, Helgi Sigurðsson, Einar Oddsson, Bjarni Þjóðleifsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Drugs for peptic ulcer (ACT class A02B) are extensively used in Iceland, 20 DDD/1000/day, which is 2-3 times higher than in other Scandinavian countries. A prescription survey was carried out during one month in 1991 with the help of pharmacists who registered all prescriptions with regard to age and sex of the patient, the speciality of the prescribing doctor and name, dose and quantity of the drug. A total of 2021 prescriptions were registered accounting for around 90% of all prescriptions. The prevalence of peptic ulcer drug use was 1.52% and maximal usage was in the age group 70-79, 2.91%. H2 blockers accounted for 79%, omeprazole for 17%, and other drugs for 4%. General practitioners prescribe 65% of the drugs, gastroenterologists 15% and other specialists 14%. If the patient himself collected the drug he was asked to fill out a questionnaire with regard to the reason for the prescription, previous prescriptions and investigations. A total of 1131 (56%) questionnaires were received. Only 1% of the patients did not know the reason for the prescription. The patients registered that 30% of the prescriptions were for peptic ulcer, 29% for heartburn, 21% for gastritis, 9% for dyspepsia and 7% for prevention of side effects of other drugs. Investigations were done in 67% of the patients, but 33% received prescription after doctor's interview only. It was estimated from the data that about 40% of the prescriptions were for non-ulcer dyspepsia. The results suggest that the extensive use of peptic ulcer drugs in Iceland is due to excessive use in non-ulcer dyspepsia.
Notkun lyfja við sársjúkdómi í meltingarfærum er nú um 20 DDD/1000 íbúa/dag, sem er tvisvar til þrisvar sinnum meira en á hinum Norðurlöndunum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig íslenskir læknar ávísa magalyfjum og hugsanlega að finna ástæður fyrir þessari miklu notkun. Lyfseðlar á magasárslyf (ATC flokkur A02B) í aprílmánuði 1991 voru kannaðir. Öll apótek á Íslandi, nema eitt, tóku þátt í rannsókninni og upplýsingar fengust um allt að 90% lyfjaávísana á magalyf. Lyfjafræðingar skráðu, af lyfseðlunum, upplýsingar um aldur og kyn sjúklings, sérgrein læknis, sérlyfjaheiti, magn og skammt lyfsins. Skráðar voru upplýsingar af 2021 lyfseðli og samkvæmt þeim var notkun magasárslyfja 15,4 DDD/1000 íbúa/dag í apríl 1991. Samkvæmt þessum upplýsingum nota 1,54% Íslendinga magalyf á hverjum tíma. Hámarksnotkunin er hjá aldurshópnum 70-79 ára, 2,91%. H2-blokkar voru notaðir í 79% tilvika, ómeprazól í 17% tilvika og önnur lyf í 4% tilvika. Ritun lyfseðla skiptist þannig að 65% voru frá heimilis- og heilsugæslulæknum, 15% frá meltingarsérfræðingum, 14% frá öðrum læknum og 6% voru merktir sjúkrahúsum. Sjúklingar sem sóttu lyfið sjálfir í apótekið voru beðnir um að svara spurningum um ástæður lyfjanotkunarinnar, fyrri lyfjatökur og rannsóknir. Sjúklingar sem svöruðu spurningunum voru 1131 (56%). Einungis 1% sjúklinganna vissu ekki hvers vegna þeir fengu magalyfið, 30% sögðu ástæðu lyfjanotkunarinnar vera sársjúkdóm, 29% brjóstsviða, 21% magabólgur, 9% meltingaróþægindi og 7% vegna aukaverkana annarra lyfja. Af sjúklingum höfðu 67% verið rannsakaðir en 33% fengu lyfið eftir viðtal við lækni eingöngu. Notkun magalyfja við sársjúkdómum virðist vera vel undirbyggð en ætla má að rúmlega 40% af notkuninni sé við meltingarónotum eða illa skilgreindum sjúkdómum (non-ulcer dyspepsia).
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Jan 1994

Other keywords

  • Magasár
  • Lyfjanotkun
  • Lyf
  • Drug Utilization
  • Iceland
  • Peptic Ulcer
  • Stomach Ulcer
  • Drug Prescriptions
  • Anti-Ulcer Agents

Cite this