Könnun á gildum ólíkra tengslagerða í rómantískum samböndum.

Dagmar R Guðjónsdóttir, Sóley S Bender

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Grundvallarþáttur mannlegrar tilveru er að mynda við aðra einstaklinga góð sambönd sem byggjast á trausti. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna samband tengslagerða og tengslavídda fullorðinna einstaklinga við sjálfsvirðingu og gæði í rómantískum samböndum, en það hefur ekki áður verið gert á Íslandi. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri rannsókn (International Sexuality Description Project, ISDP). Gerð var könnun með þverskurðarsniði og var úrtakið þægindaúrtak 423 kvenna og karla á aldrinum 19-36 ára sem stunduðu nám við Háskóla Íslands á vorönn árið 2005. Rannsóknin byggðist á fimm spurningalistum sem könnuðu meðal annars tengsl, sjálfsvirðingu og gæði í rómantískum samböndum. Niðurstöðurnar sýndu að traust tengslagerð einstaklinga tengdist á jákvæðan hátt gæðum í rómantískum samböndum þeirra hvað varðar ánægju og ástríðu. Einnig kom fram að óttablandin tengslagerð og kvíði í tengslum tengdust minni sjálfsvirðingu þeirra og minni gæðum í rómantískum samböndum varðandi flesta þætti sem mældir voru. Niðurstöðurnar staðfestu þá andstæðu póla traustrar tengslagerðar annars vegar og óttablandinnar tengslagerðar hins vegar sem fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á og andstæð tengsl þeirra við gæði í rómantískum samböndum.
The basic foundation of human existance is forming good relationships with other people based on trust. The purpose of this study was to examine attachment styles and attachment dimensions in association with self-esteem and quality of romantic relationships. This study is a part of the International Sexuality Description Project-2 (ISDP-2). It is a cross-sectional survey based on a sample of 423 men and women, 19-36 years old, who were studying at the University of Iceland during the spring semester of the year 2005. The study was based on five questionnaires which explored for example attachment,self-esteem and relationship quality. The results showed that secure attachment styles of individuals was related to quality of their romantic relationships in regard to pleasure and passion. Additionally, fearful attachment style and anxiety attachment were related to lower self-esteem and reduced quality of their romantic relationships regarding most items measured. The results supported previous findings of the opposite poles of secure attachment style on one hand and fearful attachment style on the other hand and how they connect in a contrasting way to the qualities in romantic relationships.
Original languageIcelandic
JournalTímarit hjúkrunarfræðinga
Publication statusPublished - 2013

Other keywords

 • Samskipti
 • Atferli
 • Ást
 • Tilfinningar
 • Traust
 • Fullorðnir
 • Object Attachment
 • Self Concept
 • Interpersonal Relations
 • Trust
 • Personal Satisfaction
 • Love*
 • Adult

Cite this