Innflytjendur og staða þeirra á vinnumarkaði í Covid-kreppu: Hver er staða innflytjenda á vinnumarkaði hérlendis á krepputímum og er einhver landfræðilegur munur á henni?

Research output: Contribution to journalArticle

1 Downloads (Pure)

Abstract

Rannsóknin gekk út á meta hvort innflytjendur á Íslandi stæðu verr að vígi á vinnumarkaði en innfæddir og var þá sérstaklega horft til atvinnuöryggis, úrvals atvinnu, möguleika til eigin atvinnurekstrar og launa. Einnig var skoðað hvort munur væri á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar hvað þetta snerti sem og hvort atvinnugreinar hefðu þar áhrif. Meðal niðurstaðna var:
• Innflytjendur eru með lægri laun en innfæddir en þó eru þeir ekki óánægðari með þau en innfæddir.
• Af þeim sex þáttum sem voru til skoðunar í þessari rannsókn; ánægja með laun, atvinnuöryggi, úrval atvinnu, möguleikar til eigin atvinnurekstrar, uppgefin laun og hamingja, stóðu innflytjendur aðeins jafnfætis innfæddum að einu leyti og það var ánægja með laun eins og áður sagði. Að öðru leyti stóðu þeir verr og verst hvað atvinnuöryggi varðaði.
• Vísbendingar komu fram um að staða innflytjenda á milli áranna 2016/2017 og 2020 varð almennt verri á vinnumarkaði, mest hvað varðaði atvinnuöryggi. Ýmis önnur búsetuskilyrði höfðu líka versnað og þá helst varðandi framfærslu og ýmsa þjónustu. Nokkur höfðu batnað að mati innflytjenda og helst hvað varðaði leiguíbúðir, vegakerfið og nettengingar.
• Árið 2018 störfuðu flestir innflytjenda í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar (27%), næst flestir í framleiðslu (18%) og í þriðja sæti voru störf hjá hinu opinbera (13%).
• Árið 2020 störfuðu hlutfallslega flestir innflytjendur í framleiðslu (20%), einkennandi greinum ferðaþjónustunnar (20%) og opinberri þjónustu (18%) og þeim fjölgaði mest hjá hinu opinbera milli áranna 2018 og 2020 af þeim atvinnugreinum sem sjónum var beint að. Þeim fækkaði í flestum öðrum atvinnugreinum, mest í ferðaþjónustu.
• Framleiðsla, ferðaþjónusta og byggingarstarfsemi veittu hlutfallslega fleiri innflytjendum atvinnu en innfæddum árið 2020.
• Í júlí 2022 var atvinnuleysi innfæddra orðið áþekkt því sem það hafði verið í júlí 2018. Atvinnuleysi innflytjenda var ennþá nokkru hærra, nema á Vesturlandi þar sem það var nærri til jafns því sem var í júlí 2018.
• Margt annað áhugavert kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar eins og sjá má t.d. í kafla 2 á bls. 5-7 í skýrslunni.
Greiningin byggir á skoðanakönnun þar sem rúmlega 16.000 manns tóku þátt árin 2016, 2017 og Covid-árið 2020.
Original languageIcelandic
Number of pages65
JournalSkýrsla SSV
Volume24
Issue number1
Publication statusPublished - 25 Aug 2022

Cite this