Hvernig unnið er með fræðilegar greinar sem berast Læknablaðinu [ritstjórnargrein]

Vilhjálmur Rafnsson

Research output: Contribution to journalArticle

Abstract

Þessi pistill lýsir ritstjórnarferli greina sem berast Læknablaðinu og er ætlaður til upplýsingar fyrir lesendur og verðandi höfunda. Ég geng út frá því að klókir höfundar kynni sér leiðbeiningar til höfunda um ritun og frágang fræðilegra greina í Læknablaðið sem birtist í Fréttabréfi lækna 7. tölublaði 12. árgangs, 1994, bls. 12-16. Efni þessara leiðbeininga verður ekki endurtekið hér, heldur gengið út frá því að þær hafi verið lesnar. Síðustu mánuði hafa þrír starfmenn unnið við Læknablaðið og ritstjórn heldur mánaðarlega fundi. Milli funda er náið samstarf ritstjórnarfulltrúa og ritstjórnar. Þegar handrit berst Læknablaðinu les ritstjórnarfulltrúi það þegar í stað og ef því er mjög ábótavant hvað varðar frágang eða með tilliti til ofannefndra leiðbeininga er það sent höfundi aftur með beiðni um lagfæringar. Venjulega þarf ekki að visa handritum til höfunda á þessu stigi heldur velur ritstjórnarfulltrúi tvo ritstjórnarmenn, að nokkru með hliðsjón af efni greinarinnar, til að lesa yfir handritið og annar þeirra tekur að sér að visa handritinu til yfirferðar og gagnrýni hjá einum eða fleiri ritrýnum. Þegar hér er komið sögu hafa liðið einn eða tveir dagar.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Dec 1994

Other keywords

  • Læknablaðið
  • Blaðaútgáfa
  • Ritrýni

Cite this