Hver er hagkvæmni orkusölu til stóriðju?

Research output: Chapter in Book/Report/Conference proceedingConference contribution

Abstract

Í erindi þessu er fjallað um kostnað og verðlagningu vegna orkusölu til stóriðju. Byggt er á aðferðafræði hagræns reiknilíkans og farið verður yfir fyrstu niðurstöður útreikninga úr því líkani er lýsir uppbyggingu virkjanaraða vatnsaflsvirkjana. Líkaninu er þannig hagað að það á jafnt við virkjanaröð vatnsaflsvirkjana og jarðvarmavirkjana, þótt ekki sé sérstaklega hugað að tilteknum jarðvarmavirkjunum. Líkanið er í þróun og verður gerð nánari grein fyrir því í skýrsluformi en hér fylgja fyrstu niðurstöður af notkun þess. Skoðaður er kostnaður orku og hagkvæmni við s.k. magnsölu en með því er átt við stóriðju, sölu í gegnum hugsanlegan sæstreng, hvers konar heildsölu og fasta samninga til langs tíma með fyrirfram skilgreindu orkuverði. Þetta er gagnstætt því sem nefna mætti markaðssala raforku er gæti á hinn bóginn falið í sér almennan markað, breytilega samninga, en einnig sölu um sæstreng ef kaupandi orkunnar er t.d. breytilegur raforkumarkaður erlendis, er þróast getur frá degi til dags o.s. frv. Markaðssala felur því í sér markaðsvæðingu og samkeppni eins og tekin hefur verið upp í nagrannalöndunum víða og líklegt er að komi hér á landi á næstu árum í einhverri mynd. með dægurverði, vikuverði, mánaðarverði o.s.frv.
Original languageIcelandic
Title of host publicationRáðstefnurit ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) um arðsemi virkjana og þátttöku Íslendinga i stóriðju, haldin i Grand Hótel, Reykjavik 23. nóvember, 1999
Place of PublicationReykjavík
PublisherVerkfræðingafélag Íslands
Publication statusPublished - Nov 1999

Cite this