Abstract
Grein þessi beinir athyglinni að hugtakinu transaction í heimspeki Deweys. Hugtakið, sem ég kýs að kalla samvirkni, virðist undirliggjandi í heimspeki Deweys nánast frá upphafi en hann tekur það ekki til skipulegrar athugunar fyrr en undir lok ævi sinnar í bókinni Knowing and the Known sem hann skrifaði í samstarfi við Arthur F. Bentley og var gefin út árið 1949. Af þeirri umfjöllun má ráða að samvirkni er lykilhugtak hjá Dewey í þeim mæli að réttlætanlegt er að tala um heimspeki Deweys sem heimspeki samvirkni. Í viðleitni til að skilja þetta hugtak rýni ég í Knowing and the Known en styðst líka við nýlegar bækur eftir Dewey-sérfræðinga sem eiga það sammerkt að leggja áherslu á samvirknihugtakið og nota það til að skerpa á heimspeki Deweys svo hún megi gagnast betur nútímanum. Heimspeki Deweys má skoða sem svar hans við tvíhyggju Descartes sem skiptir heiminum í tvær „deildir“; mannshugann annars vegar og heiminn þar fyrir utan hins vegar. Með samvirknihugtakið að vopni rýfur Dewey þessa deildaskiptingu með þeim afleiðingum að maðurinn hættir að vera áhorfandi að „heiminum þarna úti“, en verður í staðinn hluti af og virkur þátttakandi í þeim eina heimi sem er. Ný tilverusýn verður til.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Netla |
DOIs | |
Publication status | Published - 13 Dec 2022 |
Externally published | Yes |