Abstract
Í dreifibréfi Landlæknisembættisins nr. 4 (2001) er minnt á mikilvægi þess að bjóða öllum verðandi mæðrum rannsókn á HIV mótefnum, m.a. vegna þess að flestir þeirra sem greinast með HIV smit nú á dögum eru ungt gagnkynhneigt fólk. Í starfi mínu sem ljósmóðir leita ég eftir upplýsingum um niðurstöður rannsókna í mæðraskrám þeirra kvenna sem ég er að sinna. Það hefur vakið athygli mína hve stór hluti kvenna hefur ekki þegið mælingu á HIV mótefnum en undantekningalaust er rannsakað hvort kona hafi sýfilis. Ég velti því fyrir mér hvort skimun fyrir HIV á Íslandi sé tilviljanakennd eða hvort öllum konum sé boðið markvisst upp á slíka rannsókn. Getur verið að allar konur þiggi rannsókn á sýfilis en afþakki rannsókn á HIV mótefnum? Kona nokkur sem sendi okkur fyrirspurn á www.ljosmodir. is hefur a.m.k. ekki meðtekið eða fengið upplýsingar um þær rannsóknir sem hún fór í, því hún spyr: „Ég er komin 20 vikur á leið og fór í blóðprufu fyrir nokkrum vikum, en gleymdi að spyrja ljósmóðurina hvað væri verið að taka og af hverju“. Í þessari grein ætla ég að fjalla um skimun fyrir HIV á meðgöngu og hlutverk ljósmæðra í því sambandi. Ég mun fjalla um ávinning þess fyrir hina verðandi móður og fjölskyldu hennar að þiggja slíka rannsókn og gildi þess fyrir samfélagið að bjóða öllum barnshafandi konum upp á slíka rannsókn.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Ljósmæðrablaðið |
Publication status | Published - 1 Jun 2007 |
Other keywords
- Alnæmi
- Skimun
- Meðganga
- LJO12
- HIV Infections
- Pregnancy