Abstract
A retrospective analysis of all cases of infective endocarditis in Iceland 1976-1985 was carried out. Hospital and autopsy records from all over the country were reviewed. During the 10 year period 71 infections in 67 patients fulfilled the set criteria, giving an incidence of 2.96/105 inhabitants/year, in a population of 240 thousand. Most infections (30) were due to streptococci. S. viridans was the causative organism in 14 cases and nonhemolytic streptococci in 8 cases. S. aureus was the causative organism on 17 occasions. Most of the infections were on the left side of the heart and in 8 cases a prostethic valve was infected. Forty four (62%) of the patients had an identifiable risk factor of infective endocarditis and on two occasions, no antibiotic prophylaxis during dental procedure in patients with known heart disease may have contributed to infection. On admission 34 patients (47,8%) had ten thousand or fewer white blood cells per microliter and 15 (21.2%) had erythrocyte sedimentation rate of less than 20 mm/hour. Echocardiogram was done on 29 patients, twenty one of them (72,4%) had positive signs of infective endocarditis and in some instances the diagnosis was based on the results of the echocardiogram. In 9 patients a valve operation was required because of the infection. Twenty four patients (33,8%) died, and in 14 of these the diagnosis of infective endocarditis was first made at autopsy. Of those who died, five had been treated with appropriate antibiotics for more than 3 days before death.
Tíðni hjartaþelsbólgu á Íslandi árin 1976-1985 var könnuð með athugun sjúkraskýrslna á sjúkrahúsum landsins, auk þess sem krufningaskýrslur voru kannaðar. Á þessu 10 ára tímabili fannst 71 sýking hjá 67 einstaklingum. Nýgengi hjartaþelsbólgu var 2,96/100 þúsund íbúa/ár. Algengustu sýklategundir voru streptokokkar, alls 30 tilfelli, þar af vírídans streptókokkar í 14, og ekki blóðleysandi (nonhemólýtískir) streptokokkar í 8 tilfellum. Staphylococcus aureus ræktaðist í 17 sýkingum. Langflestar sýkinganna voru í vinstri hjartalokum og í 8 tilfellum var um sýkingu í gerviloku að ræða. Af þeim sem veiktust voru 44 (62%) í áhættuhópi hjartaþelsbólgu vegna hjartasjúkdóms eða af öðrum ástæðum og í tveimur tilvikum virtist skortur á forvarnarsýklalyfjagjöf við tannaðgerðir hafa stuðlað að sýkingu. Við innlögn var ekki lýst hjartaóhljóði hjá 20 sjúklingum og skráning á skoðun m.t.t. húð- og augnbotnabreytinga er fylgt geta hjartaþelsbólgu var oft ónákvæm. Við innlögn voru 34 sjúklingar (47,8%) með 10 þúsund hvít blóðkorn/míkrólítra blóðs eða færri og 15 þeirra (21,2%) höfðu sökk undir 20 mm/klst. Hjartaómskoðun var gerð á 29 sjúklingum. Tuttugu og einn (72,4%) hafði jákvæð teikn um hjartaþelsbólgu og í nokkrum tilvikum var sjúkdómsgreiningin byggð á niðurstöðum ómskoðunar. Alls þurftu 9 sjúklingar lokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu. Tuttugu og fjórir sjúklingar (33,8%) dóu og í 14 tilvikum greindist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Af þeim 24 sjúklingum sem dóu, höfðu fimm fengið viðeigandi sýklalyf lengur en þrjá daga fyrir andlátið.
Tíðni hjartaþelsbólgu á Íslandi árin 1976-1985 var könnuð með athugun sjúkraskýrslna á sjúkrahúsum landsins, auk þess sem krufningaskýrslur voru kannaðar. Á þessu 10 ára tímabili fannst 71 sýking hjá 67 einstaklingum. Nýgengi hjartaþelsbólgu var 2,96/100 þúsund íbúa/ár. Algengustu sýklategundir voru streptokokkar, alls 30 tilfelli, þar af vírídans streptókokkar í 14, og ekki blóðleysandi (nonhemólýtískir) streptokokkar í 8 tilfellum. Staphylococcus aureus ræktaðist í 17 sýkingum. Langflestar sýkinganna voru í vinstri hjartalokum og í 8 tilfellum var um sýkingu í gerviloku að ræða. Af þeim sem veiktust voru 44 (62%) í áhættuhópi hjartaþelsbólgu vegna hjartasjúkdóms eða af öðrum ástæðum og í tveimur tilvikum virtist skortur á forvarnarsýklalyfjagjöf við tannaðgerðir hafa stuðlað að sýkingu. Við innlögn var ekki lýst hjartaóhljóði hjá 20 sjúklingum og skráning á skoðun m.t.t. húð- og augnbotnabreytinga er fylgt geta hjartaþelsbólgu var oft ónákvæm. Við innlögn voru 34 sjúklingar (47,8%) með 10 þúsund hvít blóðkorn/míkrólítra blóðs eða færri og 15 þeirra (21,2%) höfðu sökk undir 20 mm/klst. Hjartaómskoðun var gerð á 29 sjúklingum. Tuttugu og einn (72,4%) hafði jákvæð teikn um hjartaþelsbólgu og í nokkrum tilvikum var sjúkdómsgreiningin byggð á niðurstöðum ómskoðunar. Alls þurftu 9 sjúklingar lokuaðgerð vegna hjartaþelsbólgu. Tuttugu og fjórir sjúklingar (33,8%) dóu og í 14 tilvikum greindist sjúkdómurinn fyrst við krufningu. Af þeim 24 sjúklingum sem dóu, höfðu fimm fengið viðeigandi sýklalyf lengur en þrjá daga fyrir andlátið.
Original language | Icelandic |
---|---|
Journal | Læknablaðið |
Publication status | Published - 15 May 1989 |
Other keywords
- Hjartaþelsbólga
- Endocarditis, Bacterial
- Bacteremia
- Iceland