Heysjúkdómar á Íslandi II. Sjúkdómavaldar í heyi og rannsóknir á Íslandi

Translated title of the contribution: Diseases connected with work in hay in Iceland. Causes and scientific studies

David Gislason, Tryggvi Asmundsson, Þórarinn Gíslason

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Ágrip

Sjúkdómar tengdir vinnu í heyryki hafa lengi verið þekktir á Íslandi. Árið 1981 hófust rannsóknir á heysjúkdómum að beiðni bændasamtakanna og eru helstu niðurstöður þeirra dregnar saman í þessari grein. Í ljós kom að mikið magn af heymítlum, myglu og hitakærum geislagerlum (micropolyspora faeni) fannst í heyinu, auk ofnæmisvaka frá músum og frjókornum. Einkenni af heyryki voru oftast frá nefi og augum hjá þeim sem voru jákvæðir á húðprófum, en hósti, mæði og hitaköst voru álíka algeng hjá þeim sem voru neikvæðir á húðprófum. Algengustu ofnæmisvaldar meðal bændafjölskyldna voru heymítlar og nautgripir, en ofnæmi fyrir köttum, hundum og grasfrjóum var sjaldgæfara í sveitunum en á Reykjavíkursvæðinu.

Þegar borin voru saman áhrif þess að vinna í miklu heyryki og litlu voru jákvæð fellipróf fyrir micropolyspora faeni, hitaköst eftir vinnu og lungnateppa algengari meðal þeirra sem unnu í miklu heyryki. Sýnt hefur verið fram á að íslenskir bændur fá oftar lungnaþembu en aðrir Íslendingar og er það óháð reykingum.

Nánast engir mítlar fundust við umfangsmikla rannsókn á heimilum á Reykjavíkursvæðinu. Eigi að síður sýndi rannsókn að sértæk ­IgE-mótefni fyrir rykmítlum voru jafn algeng þar og í Uppsölum í Svíþjóð þar sem rykmítlar fundust á 16% heimila. Þegar nánar var að gætt höfðu 57% þeirra sem þátt tóku í rannsókninni haft meiri eða minni snertingu við heyryk, ýmist alist upp í sveit, verið send í sveit sem börn eða sinnt um hesta. Höfum við fært rök fyrir því að krossnæmi við heymítla geti átt þátt í nokkuð algengu næmi fyrir rykmítlum.

Nýleg rannsókn á miðaldra einstaklingum hefur leitt í ljós að næmi fyrir heymítlum er heldur algengara á Reykjavíkursvæðinu en í Árósum, Bergen og Uppsölum, sem vafalítið skýrist af því hve algengt er að þeir séu eða hafi verið í snertingu við heyryk.


Diseases connected with work in hay have been known in Iceland for a long time. In 1981 scientific studies of these diseases were started in Iceland at the request of the Farmers Union. The results of these studies are summarized in this article. In studies of hay a great amount of storage mites, moulds and thermophilic actinomycetes (microlyspora faeni) were found in addition to allergens from mice and pollen. Symptoms caused by hay dust were mainly from nose and eyes in people with positive skin tests, but cough, dyspnea and fever were equally common in those with negative skin tests. The most common causes of allergy in farming families were storage mites and cattle, but allergy to cats, dogs and grass pollen were less common rurally than in the Reykjavik area. When comparing individuals working in heavy hay dust with those working in cleaner air, the former group had a higher likelihood of having a positive precipitin test against micropolyspora faeni, fever after work in hay and airway obstruction. It was shown that Icelandic farmers were more likely to get emphysema than other people irrespective of smoking. In a large study of homes in the Reykjavik area almost no mites were found. In spite of this, positive specific IgE tests against dust mites were equally common as in Uppsala, Sweden, where dust mites were found in 16% of homes. In further studies it was found, that 57% of people in the study had been more and less exposed to hay dust. They had either been raised on a farm, been on a farm in the summer during childhood or owned horses and fed them with hay. We have argued that cross allergy to storage mites may be the cause of a rather common allergy to house dust mites. A new study of middle-aged individuals has shown that allergy to storage mites is a little more common in the Reykjavik area than in Aarhus, Bergen or Uppsala. The most likely explanation is that they have more often been exposed to hay dust.

Translated title of the contributionDiseases connected with work in hay in Iceland. Causes and scientific studies
Original languageIcelandic
Pages (from-to)130-136
Number of pages7
JournalLæknablaðið
Volume107
Issue number3
DOIs
Publication statusPublished - Mar 2021

Fingerprint

Dive into the research topics of 'Diseases connected with work in hay in Iceland. Causes and scientific studies'. Together they form a unique fingerprint.

Cite this