Hermun jökulhlaupa í Jökulsá á Fjöllum með GeoClaw

Sigridur Sif Gylfadottir*, Tinna Þórarinsdóttir, Emmanuel Pierre Pagneux, Bogi B. Björnsson

*Corresponding author for this work

Research output: Book/ReportResearch report

Abstract

Vegna áforma Vegagerðarinnar um að reisa nýja brú yfir Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði voru framkvæmdir líkanreikningar með straumfræðihugbúnaðinum GeoClaw á jökulhlaupum í ánni fyrir fjórar sviðsmyndir með mismunandi hámarksrennsli undan jökli: 3.000, 10.000, 30.000 og 100.000 m3/s. Niðurstöður hermana sýna að við 3.000 m3/s rennsli tekur vatn að flæða yfir í Langavatnslindar og við hærra rennsli rennur það að auki til vestur yfir þjóðveg 1 við Hrossaborg. Við hærra rennsli eykst enn frekar það vatnsmagn sem rennur út úr farveginum og framhjá brúarstæðinu. Næmnigreining á áhrifum Manning stuðuls og upplausn reikninets sýna að vissara er að gera ráð fyrir um 15% óvissu. Samanburður á niðurstöðum GeoClaw og HEC-RAS sýnir að sambærilegra niðurstaða má vænta svo lengi sem þversniðin sem notuð eru til útreikninga í HEC-RAS lýsa landlíkaninu nægilega vel.
Original languageIcelandic
PublisherVeðurstofa Íslands
Number of pages49
Publication statusPublished - 2017

Cite this