Abstract
Bakgrunnur: Með sívaxandi fjölda rannsókna eykst sérþekking á ýmsum sviðum vísinda hratt og örugglega. Þessi öra þróun hefur í för með sér að fræðimenn, sérfræðingar og þeir sem vinna að stefnumótun eiga fullt í fangi með að hafa yfirsýn yfir nýjustu og nákvæmustu upplýsingar og rannsóknarniðurstöður á því sviði sem þeir starfa á.
Markmið: Markmið þessa kafla er að gefa yfirlit yfir ýmsar leiðir sem þróaðar hafa verið til að lýsa og samþætta þá þekkingu sem til er á hverjum tíma á hverju sviði.
Stutt lýsing: Heimildasamantekt er yfirlit yfir allar rannsóknir er varða ákveðna rannsóknarspurningu eða viðfangsefni. Slíkt yfirlit er nauðsynlegt fyrir faglega þróun, rannsóknir og stefnumótun en það getur verið mikil áskorun að safna ákveðinni þekkingu saman, oft af ólíkum fræðagrunni. Fræðilegar heimildasamantektir eru gagnlegar við að halda utan um og lýsa ákveðnum þekkingargrunni meðal mismunandi rannsóknasviða. Með auknum kröfum um gagnreyndar aðferðir hefur þörfin fyrir hvers kyns fræðilegar heimildasamantektir aukist.
Ályktanir: Til eru nokkrar tegundir heimildasamantekta en allar eiga þær það sameiginlegt að vera ætlað að samþætta og gefa yfirlit yfir stöðu þekkingar á tilteknu fræðasviði. Í þessum kafla er fjallað um nokkrar aðferðir við að vinna fræðilegar heimildasamantektir. Einkennum og tilgangi heimildarsamantekta er lýst og dæmi gefin um hverja þeirra. Að síðustu er fjallað um þau almennu grunnatriði sem hafa þarf í huga við gerð heimildasamtantekta.
Lykilorð: fræðileg heimildasamantekt, yfirlit yfir stöðu þekkingar, samþætting þekkingar, gagnreyndar aðferðir
Markmið: Markmið þessa kafla er að gefa yfirlit yfir ýmsar leiðir sem þróaðar hafa verið til að lýsa og samþætta þá þekkingu sem til er á hverjum tíma á hverju sviði.
Stutt lýsing: Heimildasamantekt er yfirlit yfir allar rannsóknir er varða ákveðna rannsóknarspurningu eða viðfangsefni. Slíkt yfirlit er nauðsynlegt fyrir faglega þróun, rannsóknir og stefnumótun en það getur verið mikil áskorun að safna ákveðinni þekkingu saman, oft af ólíkum fræðagrunni. Fræðilegar heimildasamantektir eru gagnlegar við að halda utan um og lýsa ákveðnum þekkingargrunni meðal mismunandi rannsóknasviða. Með auknum kröfum um gagnreyndar aðferðir hefur þörfin fyrir hvers kyns fræðilegar heimildasamantektir aukist.
Ályktanir: Til eru nokkrar tegundir heimildasamantekta en allar eiga þær það sameiginlegt að vera ætlað að samþætta og gefa yfirlit yfir stöðu þekkingar á tilteknu fræðasviði. Í þessum kafla er fjallað um nokkrar aðferðir við að vinna fræðilegar heimildasamantektir. Einkennum og tilgangi heimildarsamantekta er lýst og dæmi gefin um hverja þeirra. Að síðustu er fjallað um þau almennu grunnatriði sem hafa þarf í huga við gerð heimildasamtantekta.
Lykilorð: fræðileg heimildasamantekt, yfirlit yfir stöðu þekkingar, samþætting þekkingar, gagnreyndar aðferðir
Original language | Icelandic |
---|---|
Title of host publication | Rannsóknir |
Subtitle of host publication | Handbók í aðferðafræði |
Editors | Sigríður Halldórsdóttir |
Place of Publication | Akureyri |
Publisher | University of Akureyri |
Chapter | 34 |
Pages | 619-636 |
Number of pages | 13 |
ISBN (Print) | 9789935437914 |
Publication status | Published - 2021 |