Heimild stjórnvalda til að leiðréttar bersýnilegar villur í ákvörðunum sínum samkvæmt 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Samkvæmt 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 hafa stjórnvöld heimild til að leiðrétta bersýnilegar villur eftir að stjórnvaldsákvörðun hefur verið birt aðila máls enda tilkynni það aðila um leiðréttinguna án tafar og láti honum nýtt endurrit í té. Í greininni er tekið til umfjöllunar hvers konar villur falla undir ákvæðið og hvenær þær teljast vera bersýnilegar. Komist er að þeirri niðurstöðu að þær villur sem verða við formlega úrvinnslu eða meðferð máls og eru augljósar frá sjónarhorni borgarans falla undir ákvæðið. Jafnframt er vikið stuttlega að öðrum skilyrðum ákvæðisins og leitast við að draga fram í dagsljósið álitaefni sem gæti reynt á í framkvæmd í ljósi þeirra villna sem heimilt er að leiðrétta með vísan til ákvæðisins.
Original languageIcelandic
Pages (from-to)283-306
Number of pages23
JournalStjórnmál og stjórnsýsla
Volume7
Issue number2
DOIs
Publication statusPublished - 2011

Cite this