Heimamælingar þolast betur en inniliggjandi mælingar á svefnháðum öndunartruflunum

Karl Æ. Karlsson, Bryndís Halldórsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Þórarinn Gíslason, Eyþór Björnsson

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Objective: This study compares self reported measures of sleep quality between groups of patients undergoing ambulatory or in-hospital annual control of Continuous Positive Airway Pressure (CPAP) therapy. Methods: 70 consecutive Obstructive Sleep Apnea Syndrome (OSAS) patients scheduled for an annual control of CPAP therapy were randomly assigned to either ambulatory or in the hospital conditions. The same recording equipment was used in both conditions. Results: Overall the ambulatory group slept better, had less difficulties falling asleep, and was less anxious about the study than the in-hospital group. Conclusion: The results provide one reason for regarding ambulatory recordings more favourably than similar registration done in-hospital.
Tilgangur: Niðurstöður rannsókna á svefnháðum öndunartruflunum eru mjög háðar því að svefn sé fullnægjandi rannsóknarnóttina. Spítalaumhverfi og óþægindi af mælitækjum geta haft þar umtalsverð áhrif. Þessari rannsókn var ætlað að bera saman svefngæði einstaklinga sem gengust undir svefnmælingar í heimahúsi og þeirra sem mældir voru á sjúkrahúsi. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 70 sjúklingar með áður greindan kæfisvefn sem kallaðir voru inn í eftirlitsmælingu vegna meðferðar með blásturstæki (continous positive airway pressure - CPAP). Mælingarnar fóru fram á legudeild á Vífilsstöðum annars vegar og á heimili sjúklings hins vegar. Samskonar mælitæki voru notuð hjá báðum hópunum. Einstaklingarnir svöruðu spurningaeyðublaði um væntingar til svefns rannsóknarnóttina og um raunveruleg gæði svefnsins að henni lokinni. Niðurstöður: Sjúklingar sem mældir voru í heimahúsi sváfu yfirleitt betur, áttu auðveldara með að sofna og voru minna kvíðnir en þeir sem mældir voru á legudeild. Ályktun: Mælingar á svefnháðum öndunartruflunum ætti fremur að gera á heimili sjúklings en inniliggjandi hvenær sem slíkt er framkvæmanlegt.
Original languageIcelandic
JournalLæknablaðið
Publication statusPublished - 1 Apr 2004

Other keywords

  • Kæfisvefn
  • Mælingar
  • Öndunarfærasjúkdómar
  • LBL12
  • Fræðigreinar
  • Sleep Apnea Syndromes

Cite this