Heilsuhagfræðilegt mat á þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi: Ein króna í endurhæfingu – átta til baka

Hlín Kristbergsdóttir, Magnús Ólason*, Inga Hrefna Jónsdóttir, Rúnar Helgi Andrason, Héðinn Jónsson

*Corresponding author for this work

Research output: Contribution to journalArticlepeer-review

Abstract

Tilgangur: Fáar rannsóknir hafa metið langtímaárangur þverfaglegrar
verkjameðferðar þó árangur til skemmri tíma sé vel þekktur.
Hér er lýst árangri slíkrar meðferðar á Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð
SÍBS, með þriggja ára eftirfylgd. Sérstaklega er fjallað um
heilsuhagfræðilegan ávinning af meðferðinni.
Efniviður og aðferðir: Um kerfisbundið slembiúrtak var að ræða
þar sem fimmta hver beiðni um meðferð á verkjasviði Reykjalundar
var valin til þátttöku. Gagnasöfnun stóð yfir í fjögur og hálft ár og
eftirfylgd lauk þremur árum síðar. Heilsuhagfræðileg úttekt var
gerð að rannsókn lokinni.
Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að sjúklingar upplifa
minni verki, minni ótta og hliðrun tengda vinnufærni, færri þunglyndis-
og kvíðaeinkenni og upplifa meiri félagslega færni eftir meðferð.
Vinnugeta hópsins í heild jókst og fór vinnufærni úr 36% í 47%
eftir meðferðina og við þriggja ára eftirfylgd voru 57% vinnufærir.
Heilsuhagfræðileg úttekt sýndi að meðferðin hafði borgað sig upp
á þremur árum og ávinningurinn jókst út lífið.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þverfagleg endurhæfingarmeðferð
gegn þrálátum verkjum skilar árangri varðandi
færni, verki og sálfélagslegar afleiðingar þeirra. Heilsuhagfræðilegur
ávinningur af meðferðinni er verulegur og miðað við vísitölu
neysluverðs í október 2018 skilar kostnaður af meðferðinni sér
áttfalt til baka til samfélagsins
Original languageIcelandic
Pages (from-to)11-17
JournalLæknablaðið
Volume106
Issue number1
Publication statusPublished - 3 Jan 2020

Other keywords

  • Heilsuhagfræði
  • Verkjameðferð
  • Teymisvinna
  • Pain Management
  • Cost-Benefit Analysis
  • Patient Care Team

Cite this